Kauphöllin eldrauð og áfram veikist krónan Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2018 12:34 Íslenska krónan hefur ekki verið veikari í tvö ár. Fréttablaðið/Stefán Það mætti halda að rappsveitin Bæjarins bestu hafi haldið um taumana í Kauphöllinni í dag, því það er rautt á öllum tölum. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. Mesta lækkunin hefur orðið á hlutabréfaverði í Högum en hluthafar í smásölurisanum hafa mátt horfa upp á 4,76 prósent lækkun bréfa sinna í dag. Lækkunin er rakin til tilkynningar frá félaginu í gær, þar sem greint var frá 708 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs. Á hæla Haga kemur svo Icelandair en bréf í ferðaþjónustufélaginu hafa lækkað um 3,23 prósent í morgun. Fjarskiptafélagið Síminn og tryggingafélagið TM hafa hvort um sig lækkað um rúm 2 prósent en þorri félaga í Kauphöllinni hafa lækkað um á bilinu 1 til 2 prósent það sem af er degi. Hlutabréfaverð í Eimskipum, sem hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu, hefur þannig lækkað um 1,94 prósent í dag. Skipafélagið lækkaði um tæp 13 prósent í gær eftir að hafa lækkað afkomuspá sína fyrir helgi. Alls hefur verðmæti bréfa í Eimskipum lækkað um næstum 30 prósent á þessu ári.Krónan ekki veikari í tvö ár Hlutabréfaverð hefur þó hækkað í einu félagi í dag, útgerðarfélaginu HB Granda. Hækkunin er þó hógvær, eða um 0,83 prósent í 36 milljón króna viðskiptum. Íslenska krónan hefur einnig mátt muna fífil sinn fegurri. Frá því í septemberbyrjun hefur krónan veikst um 12 prósent gagnvart evru og rúm 12 prósent gagnvart bandaríska dalnum. Er nú svo komið að evran kostar næstum 138 krónur og Bandaríkjadalurinn um 121 krónu. Er nú svo komið að gengi krónunnar hefur ekki verið lægra í tvö ár. Ætla má að fjöldi þátta spili rullu í þessari þróun. Alþjóðahlutabréfamarkaðir hafa barist við lækkanir undanfarnar vikur, eins og Vísir greindi frá á föstudag, og þá sendi Arion banki frá sér sótsvarta skýrslu í gær um framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs. Svo virðist sem hagkerfið sé að snöggkólna. Íslenska krónan Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Það mætti halda að rappsveitin Bæjarins bestu hafi haldið um taumana í Kauphöllinni í dag, því það er rautt á öllum tölum. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. Mesta lækkunin hefur orðið á hlutabréfaverði í Högum en hluthafar í smásölurisanum hafa mátt horfa upp á 4,76 prósent lækkun bréfa sinna í dag. Lækkunin er rakin til tilkynningar frá félaginu í gær, þar sem greint var frá 708 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs. Á hæla Haga kemur svo Icelandair en bréf í ferðaþjónustufélaginu hafa lækkað um 3,23 prósent í morgun. Fjarskiptafélagið Síminn og tryggingafélagið TM hafa hvort um sig lækkað um rúm 2 prósent en þorri félaga í Kauphöllinni hafa lækkað um á bilinu 1 til 2 prósent það sem af er degi. Hlutabréfaverð í Eimskipum, sem hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu, hefur þannig lækkað um 1,94 prósent í dag. Skipafélagið lækkaði um tæp 13 prósent í gær eftir að hafa lækkað afkomuspá sína fyrir helgi. Alls hefur verðmæti bréfa í Eimskipum lækkað um næstum 30 prósent á þessu ári.Krónan ekki veikari í tvö ár Hlutabréfaverð hefur þó hækkað í einu félagi í dag, útgerðarfélaginu HB Granda. Hækkunin er þó hógvær, eða um 0,83 prósent í 36 milljón króna viðskiptum. Íslenska krónan hefur einnig mátt muna fífil sinn fegurri. Frá því í septemberbyrjun hefur krónan veikst um 12 prósent gagnvart evru og rúm 12 prósent gagnvart bandaríska dalnum. Er nú svo komið að evran kostar næstum 138 krónur og Bandaríkjadalurinn um 121 krónu. Er nú svo komið að gengi krónunnar hefur ekki verið lægra í tvö ár. Ætla má að fjöldi þátta spili rullu í þessari þróun. Alþjóðahlutabréfamarkaðir hafa barist við lækkanir undanfarnar vikur, eins og Vísir greindi frá á föstudag, og þá sendi Arion banki frá sér sótsvarta skýrslu í gær um framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs. Svo virðist sem hagkerfið sé að snöggkólna.
Íslenska krónan Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00
Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07