Viðskipti innlent

Sigurður Atli í hluthafahóp ÍV

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Sigurður Atli Jónsson, stjórnarformaður Íslenskra verðbréfa.
Sigurður Atli Jónsson, stjórnarformaður Íslenskra verðbréfa.
Félag Sigurðar Atla Jónssonar og Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur hefur eignast ríflega 1,5 prósenta eignarhlut í Íslenskum verðbréfum (ÍV), samkvæmt nýjum hluthafalista verðbréfafyrirtækisins.

Sigurður Atli, sem stýrði Kviku og MP banka 2011 til 2017, var sem kunnugt er kjörinn stjórnarformaður ÍV á aðalfundi félagsins í apríl síðastliðnum. Hjónin eiga hlutinn í gegnum félagið Ilta Nord ehf.

Samkvæmt nýja hluthafalistanum hefur Kjálkanes, sem er meðal annars í eigu systkinanna Önnu og Inga Jóhanns Guðmundsbarna, bætt við sig eins prósents hlut en félagið fer nú með tæplega tíu prósenta hlut. Kjálkanes keypti nýverið fjögurra prósenta hlut í ÍV en fyrir átti félagið fimm prósenta hlut.

Auk Kjálkaness fara Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA og Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar, með 9,99 prósenta hlut.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×