Klárar Hamilton dæmið í Mexíkó? Bragi Þórðarson skrifar 26. október 2018 18:30 Það þarf mikið að ganga á svo Hamilton verði ekki heimsmeistari um helgina. vísir/getty Nítjánda umferð Formúlu 1 fer fram í Mexíkó um helgina. Um síðustu helgi var keppt í Texas-fylki í Bandaríkjunum og er ferðalagið því nokkuð stutt fyrir liðin. Hermanos Rodriguez-brautin í Mexíkóborg er 4.3 kílómetrar að lengd og var fyrst tekin í notkun árið 1963. Gríðarleg stemning myndast á brautinni þá sérstaklega í 14. beygju þar sem bílarnir aka í gegnum hafnarboltavöll. Bretinn Jim Clark vann fyrsta kappaksturinn á brautinni og tryggði sér heimsmeistaratitilinn árið 1963 með þeim sigri. Nú um helgina á landi hans, Lewis Hamilton, möguleika á að tryggja sér sinn fimmta heimsmeistaratitil. Lewis er svo gott sem búinn að tryggja sér titilinn en þó á Sebastian Vettel enn stærðfræðilega möguleika á að ná Bretanum í stigakeppni ökumanna. Það eina sem Lewis þarf að gera til þess að vinna sinn fimmta titil um helgina er að klára keppnina á sunnudaginn í sjöunda sæti eða ofar. Hamilton hefur aldrei klárað keppni neðar en í fimmta sæti í ár. Eftir sögulegan sigur Kimi Raikkonen um síðustu helgi minnkaði Ferrari forskot Mercedes niður í 66 stig í keppni bílasmiða. Verkið er því ekki ómögulegt fyrir ítalska liðið þar sem 129 stig eru eftir í pottinum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Bílarnir ræsa af stað í kappaksturinn klukkan sjö á sunnudagskvöldið. Formúla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nítjánda umferð Formúlu 1 fer fram í Mexíkó um helgina. Um síðustu helgi var keppt í Texas-fylki í Bandaríkjunum og er ferðalagið því nokkuð stutt fyrir liðin. Hermanos Rodriguez-brautin í Mexíkóborg er 4.3 kílómetrar að lengd og var fyrst tekin í notkun árið 1963. Gríðarleg stemning myndast á brautinni þá sérstaklega í 14. beygju þar sem bílarnir aka í gegnum hafnarboltavöll. Bretinn Jim Clark vann fyrsta kappaksturinn á brautinni og tryggði sér heimsmeistaratitilinn árið 1963 með þeim sigri. Nú um helgina á landi hans, Lewis Hamilton, möguleika á að tryggja sér sinn fimmta heimsmeistaratitil. Lewis er svo gott sem búinn að tryggja sér titilinn en þó á Sebastian Vettel enn stærðfræðilega möguleika á að ná Bretanum í stigakeppni ökumanna. Það eina sem Lewis þarf að gera til þess að vinna sinn fimmta titil um helgina er að klára keppnina á sunnudaginn í sjöunda sæti eða ofar. Hamilton hefur aldrei klárað keppni neðar en í fimmta sæti í ár. Eftir sögulegan sigur Kimi Raikkonen um síðustu helgi minnkaði Ferrari forskot Mercedes niður í 66 stig í keppni bílasmiða. Verkið er því ekki ómögulegt fyrir ítalska liðið þar sem 129 stig eru eftir í pottinum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Bílarnir ræsa af stað í kappaksturinn klukkan sjö á sunnudagskvöldið.
Formúla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira