Formúla 1

Ricciardo á ráspól og Hamilton fjórði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ricciardo á ráspól.
Ricciardo á ráspól. vísir/getty

Daniel Ricciardo, ökuþór Red Bull, verður á ráspól á morgun í Mexíkó-kappakstrinum en hann var fljótastur í tímatökunni í dag.

Ricciardio var lengi vel ekki fremstur í tímatökunni en hinn ungi og efnilegi Max Verstappen leiddi lengi vel í tímatökunni.

Hinn hollenski Verstappen byrjar annar á morgun og Red Bull er því með frátekinn fyrstu tvö sætin í upphafi kappaksturins á morgun.

Þriðji er Lewis Hamilton en það þarf mikið að gerast svo Hamilton tryggi sér ekki heimsmeistaratitilinn í Mexíkó. Englendingurinn þarf að enda í sjö efstu sætunum annað kvöld.

Fjórði er svo Sebastian Vettel en kappaksturinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni á Sportinu. Útsending hefst klukkan 19.50 annað kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.