Viðskipti innlent

300 milljónum lagt fyrir utan Borgina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gáttaður vegfarandi sendi Vísi mynd af bílunum, sem settu óneitanlega svip á austurhlið Austurvallar í gærkvöld.
Gáttaður vegfarandi sendi Vísi mynd af bílunum, sem settu óneitanlega svip á austurhlið Austurvallar í gærkvöld. Aðsend

Vegfarendur í miðborg Reykjavíkur ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar þeir gengu fram á lúxusbílaflota fyrir utan Hótel Borg. Um var að ræða sjö ítalska Lamborghini-sportjeppa af gerðinni Urus, á frönskum númerum, sem hver um sig er metinn á rúmlega 40 milljónir króna. Má því ætla að um 300 milljónum króna hafi verið lagt fyrir utan Borgina í gær.

Fram kom í Morgunblaðinu á dögunum að bílarnir séu hér á landi sem hluti af kynningu fyrir útlenska bílablaðamenn frá Evrópu, Bandaríkjunum og Skandinavíu, sem munu reynsluaka Urus-jeppunum við íslenskar aðstæður. Allt í allt eru blaðamennirnir 20 talsins og munu þeir verja næstu dögum á 700 hestaafla tryllitækjum við akstur á vegum landsins.

Bílaumboðið Hekla hefur veg og vanda af innflutningi bílanna en fyrirtækið er umboðsaðili fyrir Volkswagwen á Íslandi, en Lamborghini-verksmiðjurnar eru einmitt í eigu hins þýska Volkswagen. Lamborghini Urus var fyrst kynntur til sögunnar í fyrra en fór í almenna sölu í ár.

Hér að neðan má sjá útlenskan bílablaðamann fjalla um Urus-jeppann, þó ekki við íslenskar aðstæður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.