Viðskipti erlent

Miklar lækkanir á mörkuðum

Atli Ísleifsson skrifar
Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 4,25 prósentustig í morgun.
Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 4,25 prósentustig í morgun. Getty

Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar, eins og hann orðaði það í gær.

Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 4,25 prósentustig og vísitölurnar í Hong Kong og Sjanghæ hafa sömuleiðis farið niður á við. Í Ástralíu var sömu sögu að segja og í Evrópu er búist við lækkunum í dag. Þannig lækkaði FTSE-vísitalan í London um 1,6 prósent við opnun.

Miklar lækkanir voru í New York í gær og hefur Dow Jones vísitalan ekki fallið eins mikið á einum degi í átta mánuði.

Þrátt fyrir uppgang í efnahagslífi Bandaríkjanna, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi, hafa fjárfestar áhyggjur af því að vaxtahækkanir af skuldabréfum komi niður á hlutabréfaverði. Þá hafa stýrivaxtahækkanir bandaríska seðlabankans einnig valdið ólgu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.