Upphitun: Hamilton getur tryggt sér titilinn Bragi Þórðarson skrifar 17. október 2018 18:00 Verður Hamilton meistari um helgina? vísir/getty Lewis Hamilton verður fimmfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 takist honum að vinna keppnina um helgina ef Sebastian Vettel verður ekki annar á eftir honum. Hamilton þarf þó ekki endilega að vinna kappaksturinn til að tryggja sér titilinn, hann þarf bara að ná átta stigum meira en Vettel. Keppnin fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum á Circuit of the Americas. Brautin, sem staðsett er í Austin, er afar teknísk og bíður upp á marga staði til framúraksturs. Kappaksturinn verður sá sjöundi á brautinni sem var fyrst tekin í notkun árið 2012. Af þeim sex keppnum sem fram hafa farið á brautinni hefur Lewis unnið fimm þeirra. Það má því með sanni seigja að brautin er í miklu uppáhaldi hjá Bretanum.Það verður erfitt að stoppa Mercedes Mercedes hefur verið á miklu skriði að undanförnu og hefur liðið klárað síðustu tvær keppnir með bíla sína í fyrsta og öðru sæti. „Verkið virðist ómögulegt en stundum er okkar verkefni að sigrast á hinu ómögulega,” sagði Maurizio Arrivabene , stjóri Ferrari í vikunni. Að sama skapi var Toto Wolff, stjóri Mercedes, handviss um að verkinu væri ekki lokið fyrr en titlarnir eru öruggir. „Mercedes liðið mun gefa allt sem það á um helgina.” Rétt eins og í fyrra virtist Ferrari liðið algjörlega brotna undan álagi á lokakafla tímabilsins. Erfitt er að útskýra af hverju en liðið hafði gott forskot á Mercedes í sumar. Mercedes og Hamilton hafa nýtt sér lélegt form Ferrari liðsins til hins ítrasta og stefnir Bretinn á tíunda sigur sinn á tímabilinu um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan sex á sunnudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 ásamt tímatökum og æfingu á laugardaginn. Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton verður fimmfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 takist honum að vinna keppnina um helgina ef Sebastian Vettel verður ekki annar á eftir honum. Hamilton þarf þó ekki endilega að vinna kappaksturinn til að tryggja sér titilinn, hann þarf bara að ná átta stigum meira en Vettel. Keppnin fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum á Circuit of the Americas. Brautin, sem staðsett er í Austin, er afar teknísk og bíður upp á marga staði til framúraksturs. Kappaksturinn verður sá sjöundi á brautinni sem var fyrst tekin í notkun árið 2012. Af þeim sex keppnum sem fram hafa farið á brautinni hefur Lewis unnið fimm þeirra. Það má því með sanni seigja að brautin er í miklu uppáhaldi hjá Bretanum.Það verður erfitt að stoppa Mercedes Mercedes hefur verið á miklu skriði að undanförnu og hefur liðið klárað síðustu tvær keppnir með bíla sína í fyrsta og öðru sæti. „Verkið virðist ómögulegt en stundum er okkar verkefni að sigrast á hinu ómögulega,” sagði Maurizio Arrivabene , stjóri Ferrari í vikunni. Að sama skapi var Toto Wolff, stjóri Mercedes, handviss um að verkinu væri ekki lokið fyrr en titlarnir eru öruggir. „Mercedes liðið mun gefa allt sem það á um helgina.” Rétt eins og í fyrra virtist Ferrari liðið algjörlega brotna undan álagi á lokakafla tímabilsins. Erfitt er að útskýra af hverju en liðið hafði gott forskot á Mercedes í sumar. Mercedes og Hamilton hafa nýtt sér lélegt form Ferrari liðsins til hins ítrasta og stefnir Bretinn á tíunda sigur sinn á tímabilinu um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan sex á sunnudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 ásamt tímatökum og æfingu á laugardaginn.
Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira