Vilja að framleiðendur bjóði allt rafmagn til sölu í kauphöll Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. október 2018 07:00 Um 27 prósent rafmagns hérlendis koma frá jarðvarma. fréttablaðið/andri marinó Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leggur til að verð á raforkumarkaði taki mið af markaðsaðstæðum. Ef hagstæðara er að selja stórnotendum rafmagn en á almennan markað sé eðlilegt að verð á almennum markaði hækki. Ráðgert sé að koma á fót kauphöll um heildsöluviðskipti á rafmagni. Hún myndi endurspegla framboð og eftirspurn á hverjum tíma. „Heildsöluverð á almennum markaði mundi endurspegla það verð sem stórnotendur vilja borga fyrir rafmagnið. Sem stendur er Landsvirkjun eini seljandinn sem um munar í heildsöluviðskiptum, en bæta mætti úr því með því að skikka framleiðendur til þess að bjóða allt rafmagn til sölu í kauphöllinni – það sem ekki hefur þegar verið selt stórnotendum. Verðið mundi líklega sveiflast meira en nú, en minni hætta yrði á rafmagnsskorti,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar, Öryggi á almennum markaði með rafmagn. Íslenskir orkuframleiðendur keppa við erlenda rafmagnsframleiðendur um raforkusölu til stórnotenda en almennur markaður býr ekki við erlenda samkeppni.Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Stórnotendur selji rafmagn Í skýrslunni segir að jafnframt þurfi að íhuga hvort leyfa eigi stórnotendum að selja rafmagn beint inn á almennan markað. Eins og sakir standa banna samningar við orkusala það. „Ef almennur rafmagnsmarkaður líktist öðrum mörkuðum mundi rafmagn hækka í verði þegar útlit væri fyrir skort. Þá gæti borgað sig fyrir stórnotendur að draga heldur úr umsvifum og selja það rafmagn sem þannig sparaðist inn á almennan markað.“ Eins ætti Landsvirkjun að bjóða aftur samninga til lengri tíma en eins árs á heildsölumarkaði, til dæmis til fimm ára. „Þegar samningar á heildsölumarkaði gilda í nokkur ár dregur úr óvissu hjá smásölum og þeir eiga auðveldara með að gera langa samninga við rafmagnsnotendur. Landsvirkjun gæti einnig boðið samninga til mislangs tíma á hverju ári. Slíkir samningar rynnu þá líka út á hverju ári. Þannig mundu fást meiri upplýsingar um verð á raforkumarkaði en nú er völ á,“ segir í skýrslunni. Efla þurfi flutningskerfið. Þannig mætti eyða staðbundnum rafmagnsskorti og offramboði á rafmagni. Þar til rafmagnsflutningar verða greiðari má bregðast við skorti og offramboði á afmörkuðum svæðum með svæðisbundnu rafmagnsverði. Heildsöluverð yrði þá lágt þar sem ofgnótt er af rafmagni, sem erfitt er að flytja annað, en hærra þar sem er staðbundinn skortur á rafmagni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leggur til að verð á raforkumarkaði taki mið af markaðsaðstæðum. Ef hagstæðara er að selja stórnotendum rafmagn en á almennan markað sé eðlilegt að verð á almennum markaði hækki. Ráðgert sé að koma á fót kauphöll um heildsöluviðskipti á rafmagni. Hún myndi endurspegla framboð og eftirspurn á hverjum tíma. „Heildsöluverð á almennum markaði mundi endurspegla það verð sem stórnotendur vilja borga fyrir rafmagnið. Sem stendur er Landsvirkjun eini seljandinn sem um munar í heildsöluviðskiptum, en bæta mætti úr því með því að skikka framleiðendur til þess að bjóða allt rafmagn til sölu í kauphöllinni – það sem ekki hefur þegar verið selt stórnotendum. Verðið mundi líklega sveiflast meira en nú, en minni hætta yrði á rafmagnsskorti,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar, Öryggi á almennum markaði með rafmagn. Íslenskir orkuframleiðendur keppa við erlenda rafmagnsframleiðendur um raforkusölu til stórnotenda en almennur markaður býr ekki við erlenda samkeppni.Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Stórnotendur selji rafmagn Í skýrslunni segir að jafnframt þurfi að íhuga hvort leyfa eigi stórnotendum að selja rafmagn beint inn á almennan markað. Eins og sakir standa banna samningar við orkusala það. „Ef almennur rafmagnsmarkaður líktist öðrum mörkuðum mundi rafmagn hækka í verði þegar útlit væri fyrir skort. Þá gæti borgað sig fyrir stórnotendur að draga heldur úr umsvifum og selja það rafmagn sem þannig sparaðist inn á almennan markað.“ Eins ætti Landsvirkjun að bjóða aftur samninga til lengri tíma en eins árs á heildsölumarkaði, til dæmis til fimm ára. „Þegar samningar á heildsölumarkaði gilda í nokkur ár dregur úr óvissu hjá smásölum og þeir eiga auðveldara með að gera langa samninga við rafmagnsnotendur. Landsvirkjun gæti einnig boðið samninga til mislangs tíma á hverju ári. Slíkir samningar rynnu þá líka út á hverju ári. Þannig mundu fást meiri upplýsingar um verð á raforkumarkaði en nú er völ á,“ segir í skýrslunni. Efla þurfi flutningskerfið. Þannig mætti eyða staðbundnum rafmagnsskorti og offramboði á rafmagni. Þar til rafmagnsflutningar verða greiðari má bregðast við skorti og offramboði á afmörkuðum svæðum með svæðisbundnu rafmagnsverði. Heildsöluverð yrði þá lágt þar sem ofgnótt er af rafmagni, sem erfitt er að flytja annað, en hærra þar sem er staðbundinn skortur á rafmagni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira