Fjárfestar áhugasamir um kísilverksmiðjuna í Helguvík Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. október 2018 08:00 Starfsemi kísilverksmiðjunnar í Helguvík hefur legið niðri síðan í september á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er komið á þann stað að bankinn getur farið að íhuga að selja. Það er mikill áhugi en á þriðja tug fjárfesta hefur lýst yfir áhuga sem er mjög jákvætt. Ég á von á því að við ýtum söluferlinu í gang innan ekki langs tíma,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs sem er dótturfélag Arion banka og eigandi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki tók í febrúar síðastliðnum yfir eignir United Silicon sem rekið hafði verksmiðjuna. Þá var tilkynnt að bankinn hygðist vinna að endurbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Þórður segir að nú fari undirbúningsfasanum við umræddar endurbætur að ljúka. „Það er búið að vinna fyrsta þrepið í umhverfismati þar sem það var skilgreint hvað þyrfti að meta. Við höfum lagt þetta fyrir Skipulagsstofnun og vonumst eftir þeirra viðbrögðum fljótlega.“ Stakkberg hefur unnið að hönnun og skilgreiningu breytinga og úrbóta á verksmiðjunni með Verkís og norska fyrirtækinu Multiconsult sem sérhæfir sig í þungaiðnaði. Nú styttist í að verkið verði boðið út. „Þessu hefur miðað nokkuð vel áfram,“ segir Þórður. Enn á þó eftir að klára breytingar á deiliskipulagi en Stakkberg vinnur að því í samvinnu við bæjarstjórn Reykjanesbæjar. „Það kom í ljós að byggingar voru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Við höfum fengið tilmæli um að okkur beri að breyta skipulaginu í samræmi við núverandi stöðu. Í því skyni höfum við óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fá ráðgjöf varðandi það,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Kjartan segir ljóst að gera þurfi ýmsar úrbætur á verksmiðjunni. „Þeir eru að vinna að því af heilum hug. Það er mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál og að hún sé endanleg og rétt.“ Framtíð verksmiðjunnar sé þó umdeild meðal íbúa. „Við höfum fengið ábendingar frá íbúum sem vilja að verksmiðjunni verði lokað. Aðrir segjast geta sætt sig við starfsemina standist verksmiðjan ströngustu skilyrði.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
„Þetta er komið á þann stað að bankinn getur farið að íhuga að selja. Það er mikill áhugi en á þriðja tug fjárfesta hefur lýst yfir áhuga sem er mjög jákvætt. Ég á von á því að við ýtum söluferlinu í gang innan ekki langs tíma,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs sem er dótturfélag Arion banka og eigandi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki tók í febrúar síðastliðnum yfir eignir United Silicon sem rekið hafði verksmiðjuna. Þá var tilkynnt að bankinn hygðist vinna að endurbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Þórður segir að nú fari undirbúningsfasanum við umræddar endurbætur að ljúka. „Það er búið að vinna fyrsta þrepið í umhverfismati þar sem það var skilgreint hvað þyrfti að meta. Við höfum lagt þetta fyrir Skipulagsstofnun og vonumst eftir þeirra viðbrögðum fljótlega.“ Stakkberg hefur unnið að hönnun og skilgreiningu breytinga og úrbóta á verksmiðjunni með Verkís og norska fyrirtækinu Multiconsult sem sérhæfir sig í þungaiðnaði. Nú styttist í að verkið verði boðið út. „Þessu hefur miðað nokkuð vel áfram,“ segir Þórður. Enn á þó eftir að klára breytingar á deiliskipulagi en Stakkberg vinnur að því í samvinnu við bæjarstjórn Reykjanesbæjar. „Það kom í ljós að byggingar voru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Við höfum fengið tilmæli um að okkur beri að breyta skipulaginu í samræmi við núverandi stöðu. Í því skyni höfum við óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fá ráðgjöf varðandi það,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Kjartan segir ljóst að gera þurfi ýmsar úrbætur á verksmiðjunni. „Þeir eru að vinna að því af heilum hug. Það er mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál og að hún sé endanleg og rétt.“ Framtíð verksmiðjunnar sé þó umdeild meðal íbúa. „Við höfum fengið ábendingar frá íbúum sem vilja að verksmiðjunni verði lokað. Aðrir segjast geta sætt sig við starfsemina standist verksmiðjan ströngustu skilyrði.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent