Golf

Snedeker leiðir á fyrsta mótinu á PGA-mótaröðinni

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Snedeker hefur spilað gott golf á Safeway Open
Snedeker hefur spilað gott golf á Safeway Open Vísir/Getty

Brandt Snedeker er með þriggja högga forystu á Safeway Open en þetta er fyrsta mótið á nýju tímabili á PGA-mótaröðinni.

Snedeker lék annan hringinn á 65 höggum og er hann samtals á 13 höggum undir pari.
"Ég spilaði mjög gott alhliða golf. Ég átti aðeins tvö léleg skot á hringnum," sagði Snedeker.

Ricky Barnes lék manna best á öðrum hringnum en hann spilaði á 61 höggi eða 11 höggum undir pari. Hann fór upp um hvorki meira né minna en 126 sæti og er í áttunda sæti.

Phil Mickelson, Ryan Moore og Michael Thompson eru jafnir á 10 höggum undir pari, þremur höggum á eftir Snedeker.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.