Golf

Snedeker leiðir enn á fyrsta PGA mótinu

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Snedeker er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn
Snedeker er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Brandt Snedeker vinni Safeway Open en þetta er fyrsta PGA mótið á nýju tímabili.

Snedeker lék á 69 höggum og er hann samtals á 16 höggum undir pari. Næstur á eftir honum er Kevin Tway á 13 höggum undir pari.

Takist Snedeker að vinna mótið verður þetta hans tíundi sigur á PGA mótaröðinni.

Margir spáðu því að Snedeker yrði einn af þeim sem Jim Furyk myndi velja í bandaríska liðið fyrir Ryder Cup en hann var ekki valinn.

Lokahringurinn fer fram í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.