Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. október 2018 18:30 Bónusverslunin í Faxafeni 14 er ein þeirra verslana sem Hagar hafa skuldbundið sig til að selja í tengslum við samrunann við Olís. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á kaup Haga á Olís og fasteignafélaginu DGV hinn 11. september síðastliðinn en samruninn er háður skilyrðum sem fyrirtækin og Samkeppniseftirlitið gerðu sátt um. Í sáttinni kemur fram að Högum er ekki heimilt að framkvæma samrunann fyrr en fyrir liggur undirritaður og samþykktur kaupsamningur um sölu á verslun Bónuss í Faxafeni 14 auk fasteignar undir hana og kaupsamningur um sölu á verslunum Bónuss að Hallveigarstíg 1, í Reykjavík, og að Smiðjuvegi 2, í Kópavogi. Margvísleg önnur skilyrði koma fram í sáttinni. Til dæmis þurfa Hagar að selja fimm bensínstöðvar sem nú eru reknar undir merkjum Olís og ÓB.Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Sigurður Pálmi Sigubjörnsson hefði undirritað samning um kaup á Bónusverslununum þremur. Sigurður Pálmi rak verslun Sports Direct á Íslandi um sex ára skeið og á og rekur ásamt öðrum vefverslunina Boxið.is. Sigurður Pálmi er sonur Ingibjargar Pálmadóttur en félög tengd Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eiga nú 5 prósenta hlut í Högum. Lágvöruverðsverslanir sem þurfa að geta veitt Bónus samkeppni Einar Gautur Steingrímsson lögmaður hefur verið skipaður sem óháður kunnáttumaður til að hafa eftirlit með því að skilyrðum sáttarinnar sé fylgt. Á hann meðal annars að gefa álit á kaupanda að Bónusverslununum sem verður síðan yfirfarið af Samkeppniseftirlitinu. Samkvæmt skilyrðum sáttarinnar þurfa áætlanir kaupanda að fela í sér sambærilegan rekstur og var í verslununum fyrir samruna Haga og Olís. Þetta þýðir efnislega að á þessum þremur stöðum þurfa að vera reknar lágvöruverðsverslanir sem geta veitt Bónus samkeppni. „Núna er þessi kunnáttumaður að afla upplýsinga og veitir okkur síðan álit. Við í framhaldinu tökum afstöðu til þess. Þar er, eins og tekið er fram í sáttinni, verið að taka afstöðu til þess hvort áformin séu trúverðug. Þannig er metið hvort þarna sé að koma inn á markaðinn nýr keppinautur, eða einn af keppinautunum sem fyrir eru, sem líklegur er til þess að veita aðhald og koma inn á markaðinn með meiri verðsamkeppni og skapa þannig aðhald gagnvart Högum, neytendum til hagsbóta,“ segir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í 13. gr. a í sáttinni kemur fram að kaupandi verslananna eigi að „vera óháður og ekki í neinum eignatengslum eða öðrum sambærilegum hagsmunatengslum við Haga, t.d. sem mikilvægur birgir eða viðskiptavinur fyrirtækisins.“Skiptir máli við mat á hæfi kaupandans að hann er sonur stórs hluthafa í Högum? „Á þessu stigi málsins get ég ekki tjáð mig um mögulega kaupendur en vissulega er það þannig að það er verið að meta hvort að samkeppnin sem kemur inn sem aðhald fyrir Haga sé trúverðug og líkleg til að verða í reynd til framtíðar,“ segir Páll Gunnar. Einar Gautur Steingrímsson hefur 15 virka daga til að vinna sitt álit sem óháður kunnáttumaður. Að því loknu hefur Samkeppniseftirlitið 10 virka daga til að yfirfara álitið og í kjölfarið á niðurstaða vegna sölu verslannna þriggja að liggja fyrir. Ekki verður hægt að framkvæma samrunann fyrr. Niðurstaðan í ferlinu ætti því að liggja fyrir í nóvember næstkomandi. Neytendur Viðskipti Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á kaup Haga á Olís og fasteignafélaginu DGV hinn 11. september síðastliðinn en samruninn er háður skilyrðum sem fyrirtækin og Samkeppniseftirlitið gerðu sátt um. Í sáttinni kemur fram að Högum er ekki heimilt að framkvæma samrunann fyrr en fyrir liggur undirritaður og samþykktur kaupsamningur um sölu á verslun Bónuss í Faxafeni 14 auk fasteignar undir hana og kaupsamningur um sölu á verslunum Bónuss að Hallveigarstíg 1, í Reykjavík, og að Smiðjuvegi 2, í Kópavogi. Margvísleg önnur skilyrði koma fram í sáttinni. Til dæmis þurfa Hagar að selja fimm bensínstöðvar sem nú eru reknar undir merkjum Olís og ÓB.Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Sigurður Pálmi Sigubjörnsson hefði undirritað samning um kaup á Bónusverslununum þremur. Sigurður Pálmi rak verslun Sports Direct á Íslandi um sex ára skeið og á og rekur ásamt öðrum vefverslunina Boxið.is. Sigurður Pálmi er sonur Ingibjargar Pálmadóttur en félög tengd Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eiga nú 5 prósenta hlut í Högum. Lágvöruverðsverslanir sem þurfa að geta veitt Bónus samkeppni Einar Gautur Steingrímsson lögmaður hefur verið skipaður sem óháður kunnáttumaður til að hafa eftirlit með því að skilyrðum sáttarinnar sé fylgt. Á hann meðal annars að gefa álit á kaupanda að Bónusverslununum sem verður síðan yfirfarið af Samkeppniseftirlitinu. Samkvæmt skilyrðum sáttarinnar þurfa áætlanir kaupanda að fela í sér sambærilegan rekstur og var í verslununum fyrir samruna Haga og Olís. Þetta þýðir efnislega að á þessum þremur stöðum þurfa að vera reknar lágvöruverðsverslanir sem geta veitt Bónus samkeppni. „Núna er þessi kunnáttumaður að afla upplýsinga og veitir okkur síðan álit. Við í framhaldinu tökum afstöðu til þess. Þar er, eins og tekið er fram í sáttinni, verið að taka afstöðu til þess hvort áformin séu trúverðug. Þannig er metið hvort þarna sé að koma inn á markaðinn nýr keppinautur, eða einn af keppinautunum sem fyrir eru, sem líklegur er til þess að veita aðhald og koma inn á markaðinn með meiri verðsamkeppni og skapa þannig aðhald gagnvart Högum, neytendum til hagsbóta,“ segir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í 13. gr. a í sáttinni kemur fram að kaupandi verslananna eigi að „vera óháður og ekki í neinum eignatengslum eða öðrum sambærilegum hagsmunatengslum við Haga, t.d. sem mikilvægur birgir eða viðskiptavinur fyrirtækisins.“Skiptir máli við mat á hæfi kaupandans að hann er sonur stórs hluthafa í Högum? „Á þessu stigi málsins get ég ekki tjáð mig um mögulega kaupendur en vissulega er það þannig að það er verið að meta hvort að samkeppnin sem kemur inn sem aðhald fyrir Haga sé trúverðug og líkleg til að verða í reynd til framtíðar,“ segir Páll Gunnar. Einar Gautur Steingrímsson hefur 15 virka daga til að vinna sitt álit sem óháður kunnáttumaður. Að því loknu hefur Samkeppniseftirlitið 10 virka daga til að yfirfara álitið og í kjölfarið á niðurstaða vegna sölu verslannna þriggja að liggja fyrir. Ekki verður hægt að framkvæma samrunann fyrr. Niðurstaðan í ferlinu ætti því að liggja fyrir í nóvember næstkomandi.
Neytendur Viðskipti Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15
Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent