Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 21:59 Enska úrvalsdeildin er ein þekktasta vara Sky. Vísir/Getty Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa hart barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. BBC greinir frá. Eftir að félögin tvö höfðu sent inn fjölmörg boð í Sky ákváðu samkeppnisyfirvöld að besta leiðin til þess að leiða málið til lykta væri svokallað blint uppboð (e. blind auction). Fengu bæði fyrirtæki því tækifæri til þess að senda inn sitt tilboð í lokuðu umslagi. Það tilboð sem yrði hærra fengi að gera hluthöfum tilboð í hin 61 prósenta hlut. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að Comcast hafði boðið 38,8 milljarða dollara, um 3.700 milljarða króna, í ráðandi hlut í Sky. Tilboð 21 Century Fox var um tíu prósent lægra. Ljóst er því að Comcast hækkaði síðasta tilboð sitt fyrir uppboðið til muna en í sumar bauð Comcast 30 milljarða dollara, um 3.300 milljarða króna. Sky hefur þegar ráðlagt hluthöfum sínum að ganga að tilboði Comcast. Sky var af fyrirtækjunum talinn álitlegur kostur þar sem um 23 milljónir eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu fyrirtækisins. Þar vegur þyngst sýningarréttur á ensku úrvalsdeildinni sem hefur skilað fyrirtækinu miklum hagnaði.Í umfjöllun Verge um uppboðið segir að með þessu hafi Comcast tekist að skjóta 21 Century Fox, og þá Disney, sem nýverið keypti Fox, ref fyrir rass en bæði Comcast og Disney hafa að undanförnu leitað leiða til þess að mæta aukinni samkeppni frá Netflix og Amazon. Fox á nú þegar 39 prósenta hlut í Sky en óvíst er hvort fyrirtækið muni selja eða halda hlut sínum nú þegar Comcast mun kaupa hin 61 prósentin. Amazon Disney Fjölmiðlar Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa hart barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. BBC greinir frá. Eftir að félögin tvö höfðu sent inn fjölmörg boð í Sky ákváðu samkeppnisyfirvöld að besta leiðin til þess að leiða málið til lykta væri svokallað blint uppboð (e. blind auction). Fengu bæði fyrirtæki því tækifæri til þess að senda inn sitt tilboð í lokuðu umslagi. Það tilboð sem yrði hærra fengi að gera hluthöfum tilboð í hin 61 prósenta hlut. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að Comcast hafði boðið 38,8 milljarða dollara, um 3.700 milljarða króna, í ráðandi hlut í Sky. Tilboð 21 Century Fox var um tíu prósent lægra. Ljóst er því að Comcast hækkaði síðasta tilboð sitt fyrir uppboðið til muna en í sumar bauð Comcast 30 milljarða dollara, um 3.300 milljarða króna. Sky hefur þegar ráðlagt hluthöfum sínum að ganga að tilboði Comcast. Sky var af fyrirtækjunum talinn álitlegur kostur þar sem um 23 milljónir eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu fyrirtækisins. Þar vegur þyngst sýningarréttur á ensku úrvalsdeildinni sem hefur skilað fyrirtækinu miklum hagnaði.Í umfjöllun Verge um uppboðið segir að með þessu hafi Comcast tekist að skjóta 21 Century Fox, og þá Disney, sem nýverið keypti Fox, ref fyrir rass en bæði Comcast og Disney hafa að undanförnu leitað leiða til þess að mæta aukinni samkeppni frá Netflix og Amazon. Fox á nú þegar 39 prósenta hlut í Sky en óvíst er hvort fyrirtækið muni selja eða halda hlut sínum nú þegar Comcast mun kaupa hin 61 prósentin.
Amazon Disney Fjölmiðlar Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira