Skellt í lás á Austur: „Svikin loforð“ og „falskar ásakanir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2018 22:51 Austur í Austurstræti hefur verið vinsæll skemmtistaður undanfarin ár. Vísir/Kolbeinn Tumi Fyrrverandi framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Austur í Austurstræti tók rekstrarleyfi staðarins niður af vegg staðarins á föstudagskvöld. Hann segir það vera sameiginlega ákvörðun hans og starfsfólks að stöðva starfsemi þar þangað til fundað hefur verið með eiganda staðarins. Hann segir eigendur hafa farið fram með falskar ásakanir og loforð hafi verið svikin. Tungumálaörðugleikar hjálpi ekki til.DV greindi frá því í kvöld að ekki yrði opið á Austur í kvöld og hefði ekki verið það í gærkvöldi heldur. Staðurinn mun vera í eigu tveggja Írana en Ásgeir Kolbeinsson, sem lengi var einn af eigendum, hefur enga aðkomu að staðnum lengur. „Það hafa verið deilur í eigendahópnum og niðurstaðan er sú að við skiluðum inn leyfinu sem var á nafni framkvæmdastjóra okkar,“ segir Kamran Keivanlou, sonur annars eiganda staðarins, í samtali við DV í kvöld.Ósannar upplýsingar Víkingur Heiðar Arnórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Austur, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna fyrrnefndrar fréttar. Hann segir Kamran ekki fara rétt með. Lokunin hafi ekkert með deilur eigenda að gera. „Falskar ásakanir á hendur mér, svikin loforð og mistúlkun á upplýsingum til eiganda staðarins sem talar hvorki íslensku né ensku, gerði það að verkum að mér var vikið úr starfi sem framkvæmdastjóra Austurs fyrr í vikunni,“ segir Víkingur Heiðar. „Starfsfólk staðarins fékk ósannar upplýsingar um málsatvik, bæði að ég hafi farið í góðu og einnig hverjar ástæður uppsagnarinnar voru og ætluðu því einhverjir starfsmenn að halda áfram störfum sínum og opna staðinn fyrir helgina.“ Allt stefndi í að staðurinn yrði opinn á föstudagskvöldið en það breyttist um klukkan 22.Treystir ekki eigendunum „Þegar starfsfólk fékk að heyra sannleikann í málinu, þá var það sameiginleg ákvörðun allra starfsmanna Austur að standa saman og enginn starfsmaður vill vinna fyrir eigendur staðarins fyrr en búið er að gera hreint í málum staðarins og loforð eigenda hafa verið efnd.“ Víkingur segist því hafa tekið rekstrarleyfi staðarins niður en hann sé ábyrgðarmaður fyrir því sem skráður framkvæmdastjóri. Hann geti ekki treyst því að reksturinn fari fram með viðeigandi hætti enda hafi hann misst alla trú á eigendum og stjórnendum. „Austur verður ekki opnaður aftur fyrr en ég og eigandi staðarins höfum sest niður á fundi og samið um áframhaldandi rekstur Austur, þar sem ég mun hafa hagsmuni starfsfólksins í fyrirrúmi.“ Miklar deilur hafa verið um skemmtistaðinn undanfarin ár. Fyrst á milli Ásgeirs Kolbeinssonar og fyrrnefnds Kamran. Báðir höfðu lögfræðinga á sínum snærum og voru deilur fyrirferðamiklar í fjölmiðlum um tíma og kærði Ásgeir Kamran fyrir hótanir. DV segir Austur í eigu tveggja Írana, þeirra Effat Kazemi Boland og Gholamhossein Mohammad Shirazi. Boland er 72 ára gömul en Kamran er sonur hennar.Uppfært sunnudag 23. september klukkan 09:42: Kamran Keivanlou sonur eiganda staðarins Effat Kazemi Boland, vildi koma því á framfæri fyrir hennar hönd að hvorki hann sjálfur né móðir hans hefðu sakað Víking um neitt. Þvert á móti hefðu þau verið ánægð með störf hans á Austur auk þess sem þau hafi barist fyrir því að hann fengi áfram að vera framkvæmdastjóri. Hann telur líklegt að deilur hafi verið á milli Víkings og Gholamhossein Mohammad Shirazi. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Austur í Austurstræti tók rekstrarleyfi staðarins niður af vegg staðarins á föstudagskvöld. Hann segir það vera sameiginlega ákvörðun hans og starfsfólks að stöðva starfsemi þar þangað til fundað hefur verið með eiganda staðarins. Hann segir eigendur hafa farið fram með falskar ásakanir og loforð hafi verið svikin. Tungumálaörðugleikar hjálpi ekki til.DV greindi frá því í kvöld að ekki yrði opið á Austur í kvöld og hefði ekki verið það í gærkvöldi heldur. Staðurinn mun vera í eigu tveggja Írana en Ásgeir Kolbeinsson, sem lengi var einn af eigendum, hefur enga aðkomu að staðnum lengur. „Það hafa verið deilur í eigendahópnum og niðurstaðan er sú að við skiluðum inn leyfinu sem var á nafni framkvæmdastjóra okkar,“ segir Kamran Keivanlou, sonur annars eiganda staðarins, í samtali við DV í kvöld.Ósannar upplýsingar Víkingur Heiðar Arnórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Austur, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna fyrrnefndrar fréttar. Hann segir Kamran ekki fara rétt með. Lokunin hafi ekkert með deilur eigenda að gera. „Falskar ásakanir á hendur mér, svikin loforð og mistúlkun á upplýsingum til eiganda staðarins sem talar hvorki íslensku né ensku, gerði það að verkum að mér var vikið úr starfi sem framkvæmdastjóra Austurs fyrr í vikunni,“ segir Víkingur Heiðar. „Starfsfólk staðarins fékk ósannar upplýsingar um málsatvik, bæði að ég hafi farið í góðu og einnig hverjar ástæður uppsagnarinnar voru og ætluðu því einhverjir starfsmenn að halda áfram störfum sínum og opna staðinn fyrir helgina.“ Allt stefndi í að staðurinn yrði opinn á föstudagskvöldið en það breyttist um klukkan 22.Treystir ekki eigendunum „Þegar starfsfólk fékk að heyra sannleikann í málinu, þá var það sameiginleg ákvörðun allra starfsmanna Austur að standa saman og enginn starfsmaður vill vinna fyrir eigendur staðarins fyrr en búið er að gera hreint í málum staðarins og loforð eigenda hafa verið efnd.“ Víkingur segist því hafa tekið rekstrarleyfi staðarins niður en hann sé ábyrgðarmaður fyrir því sem skráður framkvæmdastjóri. Hann geti ekki treyst því að reksturinn fari fram með viðeigandi hætti enda hafi hann misst alla trú á eigendum og stjórnendum. „Austur verður ekki opnaður aftur fyrr en ég og eigandi staðarins höfum sest niður á fundi og samið um áframhaldandi rekstur Austur, þar sem ég mun hafa hagsmuni starfsfólksins í fyrirrúmi.“ Miklar deilur hafa verið um skemmtistaðinn undanfarin ár. Fyrst á milli Ásgeirs Kolbeinssonar og fyrrnefnds Kamran. Báðir höfðu lögfræðinga á sínum snærum og voru deilur fyrirferðamiklar í fjölmiðlum um tíma og kærði Ásgeir Kamran fyrir hótanir. DV segir Austur í eigu tveggja Írana, þeirra Effat Kazemi Boland og Gholamhossein Mohammad Shirazi. Boland er 72 ára gömul en Kamran er sonur hennar.Uppfært sunnudag 23. september klukkan 09:42: Kamran Keivanlou sonur eiganda staðarins Effat Kazemi Boland, vildi koma því á framfæri fyrir hennar hönd að hvorki hann sjálfur né móðir hans hefðu sakað Víking um neitt. Þvert á móti hefðu þau verið ánægð með störf hans á Austur auk þess sem þau hafi barist fyrir því að hann fengi áfram að vera framkvæmdastjóri. Hann telur líklegt að deilur hafi verið á milli Víkings og Gholamhossein Mohammad Shirazi.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun