Skellt í lás á Austur: „Svikin loforð“ og „falskar ásakanir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2018 22:51 Austur í Austurstræti hefur verið vinsæll skemmtistaður undanfarin ár. Vísir/Kolbeinn Tumi Fyrrverandi framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Austur í Austurstræti tók rekstrarleyfi staðarins niður af vegg staðarins á föstudagskvöld. Hann segir það vera sameiginlega ákvörðun hans og starfsfólks að stöðva starfsemi þar þangað til fundað hefur verið með eiganda staðarins. Hann segir eigendur hafa farið fram með falskar ásakanir og loforð hafi verið svikin. Tungumálaörðugleikar hjálpi ekki til.DV greindi frá því í kvöld að ekki yrði opið á Austur í kvöld og hefði ekki verið það í gærkvöldi heldur. Staðurinn mun vera í eigu tveggja Írana en Ásgeir Kolbeinsson, sem lengi var einn af eigendum, hefur enga aðkomu að staðnum lengur. „Það hafa verið deilur í eigendahópnum og niðurstaðan er sú að við skiluðum inn leyfinu sem var á nafni framkvæmdastjóra okkar,“ segir Kamran Keivanlou, sonur annars eiganda staðarins, í samtali við DV í kvöld.Ósannar upplýsingar Víkingur Heiðar Arnórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Austur, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna fyrrnefndrar fréttar. Hann segir Kamran ekki fara rétt með. Lokunin hafi ekkert með deilur eigenda að gera. „Falskar ásakanir á hendur mér, svikin loforð og mistúlkun á upplýsingum til eiganda staðarins sem talar hvorki íslensku né ensku, gerði það að verkum að mér var vikið úr starfi sem framkvæmdastjóra Austurs fyrr í vikunni,“ segir Víkingur Heiðar. „Starfsfólk staðarins fékk ósannar upplýsingar um málsatvik, bæði að ég hafi farið í góðu og einnig hverjar ástæður uppsagnarinnar voru og ætluðu því einhverjir starfsmenn að halda áfram störfum sínum og opna staðinn fyrir helgina.“ Allt stefndi í að staðurinn yrði opinn á föstudagskvöldið en það breyttist um klukkan 22.Treystir ekki eigendunum „Þegar starfsfólk fékk að heyra sannleikann í málinu, þá var það sameiginleg ákvörðun allra starfsmanna Austur að standa saman og enginn starfsmaður vill vinna fyrir eigendur staðarins fyrr en búið er að gera hreint í málum staðarins og loforð eigenda hafa verið efnd.“ Víkingur segist því hafa tekið rekstrarleyfi staðarins niður en hann sé ábyrgðarmaður fyrir því sem skráður framkvæmdastjóri. Hann geti ekki treyst því að reksturinn fari fram með viðeigandi hætti enda hafi hann misst alla trú á eigendum og stjórnendum. „Austur verður ekki opnaður aftur fyrr en ég og eigandi staðarins höfum sest niður á fundi og samið um áframhaldandi rekstur Austur, þar sem ég mun hafa hagsmuni starfsfólksins í fyrirrúmi.“ Miklar deilur hafa verið um skemmtistaðinn undanfarin ár. Fyrst á milli Ásgeirs Kolbeinssonar og fyrrnefnds Kamran. Báðir höfðu lögfræðinga á sínum snærum og voru deilur fyrirferðamiklar í fjölmiðlum um tíma og kærði Ásgeir Kamran fyrir hótanir. DV segir Austur í eigu tveggja Írana, þeirra Effat Kazemi Boland og Gholamhossein Mohammad Shirazi. Boland er 72 ára gömul en Kamran er sonur hennar.Uppfært sunnudag 23. september klukkan 09:42: Kamran Keivanlou sonur eiganda staðarins Effat Kazemi Boland, vildi koma því á framfæri fyrir hennar hönd að hvorki hann sjálfur né móðir hans hefðu sakað Víking um neitt. Þvert á móti hefðu þau verið ánægð með störf hans á Austur auk þess sem þau hafi barist fyrir því að hann fengi áfram að vera framkvæmdastjóri. Hann telur líklegt að deilur hafi verið á milli Víkings og Gholamhossein Mohammad Shirazi. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Austur í Austurstræti tók rekstrarleyfi staðarins niður af vegg staðarins á föstudagskvöld. Hann segir það vera sameiginlega ákvörðun hans og starfsfólks að stöðva starfsemi þar þangað til fundað hefur verið með eiganda staðarins. Hann segir eigendur hafa farið fram með falskar ásakanir og loforð hafi verið svikin. Tungumálaörðugleikar hjálpi ekki til.DV greindi frá því í kvöld að ekki yrði opið á Austur í kvöld og hefði ekki verið það í gærkvöldi heldur. Staðurinn mun vera í eigu tveggja Írana en Ásgeir Kolbeinsson, sem lengi var einn af eigendum, hefur enga aðkomu að staðnum lengur. „Það hafa verið deilur í eigendahópnum og niðurstaðan er sú að við skiluðum inn leyfinu sem var á nafni framkvæmdastjóra okkar,“ segir Kamran Keivanlou, sonur annars eiganda staðarins, í samtali við DV í kvöld.Ósannar upplýsingar Víkingur Heiðar Arnórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Austur, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna fyrrnefndrar fréttar. Hann segir Kamran ekki fara rétt með. Lokunin hafi ekkert með deilur eigenda að gera. „Falskar ásakanir á hendur mér, svikin loforð og mistúlkun á upplýsingum til eiganda staðarins sem talar hvorki íslensku né ensku, gerði það að verkum að mér var vikið úr starfi sem framkvæmdastjóra Austurs fyrr í vikunni,“ segir Víkingur Heiðar. „Starfsfólk staðarins fékk ósannar upplýsingar um málsatvik, bæði að ég hafi farið í góðu og einnig hverjar ástæður uppsagnarinnar voru og ætluðu því einhverjir starfsmenn að halda áfram störfum sínum og opna staðinn fyrir helgina.“ Allt stefndi í að staðurinn yrði opinn á föstudagskvöldið en það breyttist um klukkan 22.Treystir ekki eigendunum „Þegar starfsfólk fékk að heyra sannleikann í málinu, þá var það sameiginleg ákvörðun allra starfsmanna Austur að standa saman og enginn starfsmaður vill vinna fyrir eigendur staðarins fyrr en búið er að gera hreint í málum staðarins og loforð eigenda hafa verið efnd.“ Víkingur segist því hafa tekið rekstrarleyfi staðarins niður en hann sé ábyrgðarmaður fyrir því sem skráður framkvæmdastjóri. Hann geti ekki treyst því að reksturinn fari fram með viðeigandi hætti enda hafi hann misst alla trú á eigendum og stjórnendum. „Austur verður ekki opnaður aftur fyrr en ég og eigandi staðarins höfum sest niður á fundi og samið um áframhaldandi rekstur Austur, þar sem ég mun hafa hagsmuni starfsfólksins í fyrirrúmi.“ Miklar deilur hafa verið um skemmtistaðinn undanfarin ár. Fyrst á milli Ásgeirs Kolbeinssonar og fyrrnefnds Kamran. Báðir höfðu lögfræðinga á sínum snærum og voru deilur fyrirferðamiklar í fjölmiðlum um tíma og kærði Ásgeir Kamran fyrir hótanir. DV segir Austur í eigu tveggja Írana, þeirra Effat Kazemi Boland og Gholamhossein Mohammad Shirazi. Boland er 72 ára gömul en Kamran er sonur hennar.Uppfært sunnudag 23. september klukkan 09:42: Kamran Keivanlou sonur eiganda staðarins Effat Kazemi Boland, vildi koma því á framfæri fyrir hennar hönd að hvorki hann sjálfur né móðir hans hefðu sakað Víking um neitt. Þvert á móti hefðu þau verið ánægð með störf hans á Austur auk þess sem þau hafi barist fyrir því að hann fengi áfram að vera framkvæmdastjóri. Hann telur líklegt að deilur hafi verið á milli Víkings og Gholamhossein Mohammad Shirazi.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent