Justin Rose varð Fedex meistari eftir ótrúlega spennu Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 23. september 2018 23:00 Justin Rose stóð uppi sem sigurvegari á PGA mótaröðinni Vísir/Getty Justin Rose varð í kvöld Fedex stigamótsmeistari á PGA mótaröðinni en það varð ljóst eftir Tour Championship mótið. Tour Championship mótið er síðasta mótið á PGA mótaröðinni og var mikil barátta á milli Englendingsins Justin Rose og Tiger Woods. Justin Rose hafði allt í höndum sér en slæmur hringur hans í dag gaf Tiger Woods séns á að hreppa titilinn. Þegar Rose steig upp á 18. og síðasta teiginn var hann á 4 höggum yfir pari vallarins. Þá var Woods að klára 17. holuna og átti sigurinn vísan á mótinu sjálfu. Þá var Woods einnig á toppnum á Fedex stigalistanum. Rose þurfti fugl á 18. holunni til þess að tryggja sér Fedex bikarinn. Fyrsta högg Rose var mjög gott á síðustu holunni sem er par 5. Annað högg hans var hins vegar það mikilvægasta. Þar þurfti hann slá yfir sandglompu. Högg Rose var frábært og rétt náði hann yfir glompuna, og lenti inn á flötinni. Þurfti Rose því að tvípútta til þess að næla sér í fuglinn. Fyrra púttið hans var afar gott og var hann alveg uppvið holuna og var hann því ekki í miklum erfiðleikum með að ná fuglinum. Justin Rose stendur því uppi sem Fedex meistari á PGA mótaröðinni en Tiger Woods vann mótið sjálft. Hans fyrsti sigur í fimm ár. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Justin Rose varð í kvöld Fedex stigamótsmeistari á PGA mótaröðinni en það varð ljóst eftir Tour Championship mótið. Tour Championship mótið er síðasta mótið á PGA mótaröðinni og var mikil barátta á milli Englendingsins Justin Rose og Tiger Woods. Justin Rose hafði allt í höndum sér en slæmur hringur hans í dag gaf Tiger Woods séns á að hreppa titilinn. Þegar Rose steig upp á 18. og síðasta teiginn var hann á 4 höggum yfir pari vallarins. Þá var Woods að klára 17. holuna og átti sigurinn vísan á mótinu sjálfu. Þá var Woods einnig á toppnum á Fedex stigalistanum. Rose þurfti fugl á 18. holunni til þess að tryggja sér Fedex bikarinn. Fyrsta högg Rose var mjög gott á síðustu holunni sem er par 5. Annað högg hans var hins vegar það mikilvægasta. Þar þurfti hann slá yfir sandglompu. Högg Rose var frábært og rétt náði hann yfir glompuna, og lenti inn á flötinni. Þurfti Rose því að tvípútta til þess að næla sér í fuglinn. Fyrra púttið hans var afar gott og var hann alveg uppvið holuna og var hann því ekki í miklum erfiðleikum með að ná fuglinum. Justin Rose stendur því uppi sem Fedex meistari á PGA mótaröðinni en Tiger Woods vann mótið sjálft. Hans fyrsti sigur í fimm ár.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira