Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu 25. september 2018 10:30 Jóhann Gunnar fór með ræðu fyrir myndavélarnar S2 Sport ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. Varnarleikur ÍBV í tapi liðsins fyrir ÍR um helgina var svo slæmur að sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport hafa úrskurðað hana látna. „Hin fræga ÍBV vörn verður jarðsungin frá Vestmanneyjakirkju næsta föstudag. Vörnin lést í Austurberginu 22. september, sex ára að aldri.“ Svo hóf Jóhann Gunnar Einarsson tölu sína, sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem dánartilkynningu. „Hún var búin að berjast fyrir lífi sínu síðan deildin hófst 9. september. ÍBV vörnin átti glæstan feril að baki en hún vakti athygli þegar hún sást fyrst í efstu deild 2013.“ „ÍBV vörnin lætur eftir sig 14 leikmenn, tvo þjálfara og heilt bæjarfélag. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni varnarinnar en tilgangur hans er að nota peninginn til að styrkja grunnþætti varnarvinnu og auka baráttu hjá leikmönnum. Blóm og kransar afþakkaðir. Blessuð sé minning hennar.“ Eftir að Jóhann Gunnar flutti þessa þungu tölu léttist nú aðeins yfir stúdíóinu og þeir sérfræðingarnir slógu á léttari strengi, enda um grín að ræða. Það var þó ekkert grín að varnarleikurinn hafi ekki verið góður hjá ÍBV og var Jóhann Gunnar ekki í efa afhverju það sé. ÍBV er einfaldlega ekki með mennina í þann varnarleik sem þeir hafa verið þekktir fyrir. Logi Geirsson var þó ekki alveg eins dramatískur og kollegi hans, hann sagðist sjá hvað þjálfarateymi ÍBV væri að reyna að gera. „Fram að áramótum, þá vita þeir að markmannsmálin eru tæp. Þeir eru að prófa leikmenn, Kári er kominn fyrir aftan. Þeir hafa unnið saman áður, þeir gerðu HK að Íslandsmeisturum 2012. Þeir eru að prófa sig áfram fram að áramótum, það er mín kenning,“ sagði Logi. Umræðuna og það sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en dánartilkynningu Jóhanns má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. Varnarleikur ÍBV í tapi liðsins fyrir ÍR um helgina var svo slæmur að sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport hafa úrskurðað hana látna. „Hin fræga ÍBV vörn verður jarðsungin frá Vestmanneyjakirkju næsta föstudag. Vörnin lést í Austurberginu 22. september, sex ára að aldri.“ Svo hóf Jóhann Gunnar Einarsson tölu sína, sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem dánartilkynningu. „Hún var búin að berjast fyrir lífi sínu síðan deildin hófst 9. september. ÍBV vörnin átti glæstan feril að baki en hún vakti athygli þegar hún sást fyrst í efstu deild 2013.“ „ÍBV vörnin lætur eftir sig 14 leikmenn, tvo þjálfara og heilt bæjarfélag. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni varnarinnar en tilgangur hans er að nota peninginn til að styrkja grunnþætti varnarvinnu og auka baráttu hjá leikmönnum. Blóm og kransar afþakkaðir. Blessuð sé minning hennar.“ Eftir að Jóhann Gunnar flutti þessa þungu tölu léttist nú aðeins yfir stúdíóinu og þeir sérfræðingarnir slógu á léttari strengi, enda um grín að ræða. Það var þó ekkert grín að varnarleikurinn hafi ekki verið góður hjá ÍBV og var Jóhann Gunnar ekki í efa afhverju það sé. ÍBV er einfaldlega ekki með mennina í þann varnarleik sem þeir hafa verið þekktir fyrir. Logi Geirsson var þó ekki alveg eins dramatískur og kollegi hans, hann sagðist sjá hvað þjálfarateymi ÍBV væri að reyna að gera. „Fram að áramótum, þá vita þeir að markmannsmálin eru tæp. Þeir eru að prófa leikmenn, Kári er kominn fyrir aftan. Þeir hafa unnið saman áður, þeir gerðu HK að Íslandsmeisturum 2012. Þeir eru að prófa sig áfram fram að áramótum, það er mín kenning,“ sagði Logi. Umræðuna og það sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en dánartilkynningu Jóhanns má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita