Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu 25. september 2018 10:30 Jóhann Gunnar fór með ræðu fyrir myndavélarnar S2 Sport ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. Varnarleikur ÍBV í tapi liðsins fyrir ÍR um helgina var svo slæmur að sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport hafa úrskurðað hana látna. „Hin fræga ÍBV vörn verður jarðsungin frá Vestmanneyjakirkju næsta föstudag. Vörnin lést í Austurberginu 22. september, sex ára að aldri.“ Svo hóf Jóhann Gunnar Einarsson tölu sína, sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem dánartilkynningu. „Hún var búin að berjast fyrir lífi sínu síðan deildin hófst 9. september. ÍBV vörnin átti glæstan feril að baki en hún vakti athygli þegar hún sást fyrst í efstu deild 2013.“ „ÍBV vörnin lætur eftir sig 14 leikmenn, tvo þjálfara og heilt bæjarfélag. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni varnarinnar en tilgangur hans er að nota peninginn til að styrkja grunnþætti varnarvinnu og auka baráttu hjá leikmönnum. Blóm og kransar afþakkaðir. Blessuð sé minning hennar.“ Eftir að Jóhann Gunnar flutti þessa þungu tölu léttist nú aðeins yfir stúdíóinu og þeir sérfræðingarnir slógu á léttari strengi, enda um grín að ræða. Það var þó ekkert grín að varnarleikurinn hafi ekki verið góður hjá ÍBV og var Jóhann Gunnar ekki í efa afhverju það sé. ÍBV er einfaldlega ekki með mennina í þann varnarleik sem þeir hafa verið þekktir fyrir. Logi Geirsson var þó ekki alveg eins dramatískur og kollegi hans, hann sagðist sjá hvað þjálfarateymi ÍBV væri að reyna að gera. „Fram að áramótum, þá vita þeir að markmannsmálin eru tæp. Þeir eru að prófa leikmenn, Kári er kominn fyrir aftan. Þeir hafa unnið saman áður, þeir gerðu HK að Íslandsmeisturum 2012. Þeir eru að prófa sig áfram fram að áramótum, það er mín kenning,“ sagði Logi. Umræðuna og það sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en dánartilkynningu Jóhanns má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira
ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. Varnarleikur ÍBV í tapi liðsins fyrir ÍR um helgina var svo slæmur að sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport hafa úrskurðað hana látna. „Hin fræga ÍBV vörn verður jarðsungin frá Vestmanneyjakirkju næsta föstudag. Vörnin lést í Austurberginu 22. september, sex ára að aldri.“ Svo hóf Jóhann Gunnar Einarsson tölu sína, sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem dánartilkynningu. „Hún var búin að berjast fyrir lífi sínu síðan deildin hófst 9. september. ÍBV vörnin átti glæstan feril að baki en hún vakti athygli þegar hún sást fyrst í efstu deild 2013.“ „ÍBV vörnin lætur eftir sig 14 leikmenn, tvo þjálfara og heilt bæjarfélag. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni varnarinnar en tilgangur hans er að nota peninginn til að styrkja grunnþætti varnarvinnu og auka baráttu hjá leikmönnum. Blóm og kransar afþakkaðir. Blessuð sé minning hennar.“ Eftir að Jóhann Gunnar flutti þessa þungu tölu léttist nú aðeins yfir stúdíóinu og þeir sérfræðingarnir slógu á léttari strengi, enda um grín að ræða. Það var þó ekkert grín að varnarleikurinn hafi ekki verið góður hjá ÍBV og var Jóhann Gunnar ekki í efa afhverju það sé. ÍBV er einfaldlega ekki með mennina í þann varnarleik sem þeir hafa verið þekktir fyrir. Logi Geirsson var þó ekki alveg eins dramatískur og kollegi hans, hann sagðist sjá hvað þjálfarateymi ÍBV væri að reyna að gera. „Fram að áramótum, þá vita þeir að markmannsmálin eru tæp. Þeir eru að prófa leikmenn, Kári er kominn fyrir aftan. Þeir hafa unnið saman áður, þeir gerðu HK að Íslandsmeisturum 2012. Þeir eru að prófa sig áfram fram að áramótum, það er mín kenning,“ sagði Logi. Umræðuna og það sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en dánartilkynningu Jóhanns má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira