Golf

Sjáðu McIlroy taka Víkingaklappið með stuðningsmönnum evrópska liðsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmennirnir og McIlroy í dag.
Stuðningsmennirnir og McIlroy í dag. vísir/skjáskot

Það var mikið stuð á æfingarsvæði Le Golf National-vellinum í Frakklandi í gær þar sem kylfingarnir gerðu sig klára fyrir Ryder Cup.

Rory McIlroy var mættur að taka æfingarhring ásamt félögum sínum í Evrópu-liðinu; þeim Sergio Garcia, Jon Rahm og Justin Rose.

Rory var í það miklu stuði að hann ákvað að henda í eitt gott Víkingaklapp með stuðningsmönnum evrópska liðsins sem voru mættir snemma í stúkuna í gær.

Á vef Ryder Cup má sjá myndbandið en einnig með því að smella hér. Ryder keppnin hefst í dag og verður að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.