Golf

Sjáðu tveggja ára Tiger spila golf fyrir Bob Hope

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Krúttlegur, tveggja ára Tiger Woods.
Krúttlegur, tveggja ára Tiger Woods.

Tiger Woods var aðeins tveggja ára gamall þegar hann kom fram í fyrsta sinn í sjónvarpi. Að sjálfsögðu með golfkylfu í höndinni.

Hann var þá gestur í The Mike Douglas Show þar sem sjálfur Bob Hope var einnig gestur sem og Jimmy Stewart. Tiger sýndi listir sínar fyrir Hope í þættinum sem virtist vera heillaður af guttanum.

Í þessari viku eru nákvæmlega 40 ár síðan Tiger kom fram í þættinum. Hann heldur upp á það með því að spila í Ryder Cup í Frakklandi.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.