Golf

Mögnuð endurkoma hjá Evrópu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Usss!!! Rory og félagar þögguðu niður í Bandaríkjamönnum eftir hádegi.
Usss!!! Rory og félagar þögguðu niður í Bandaríkjamönnum eftir hádegi. vísir/getty

Eftir dapra byrjun í Ryder-bikarnum í morgun kom lið Evrópu til leiks eftir hádegismat með klærnar úti og snéri taflinu sér í vil.

Bandaríkin leiddu 3-1 eftir morgunleikina en Evrópa vann alla fjóra leikina eftir hádegi og leiðir nú, 5-3. Þetta var í fyrsta sinn sem Evrópa vinnur alla fjórboltaleikina.Það var ekki bara að Evrópa hefði unnið alla leikina heldur pökkuðu þeir Bandaríkjamönnunum saman og allir leikinir unnust sannfærandi.

Það verður því verk að vinna hjá Bandaríkjamönnunum á morgun því Evrópa ætlar ekki að gefa sig á heimavelli frekar en síðustu ár.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.