Formúla 1

Ferrari aðdáendur vilja halda Raikkonen

Bragi Þórðarson skrifar
Raikkonen hefur verið lengi í Formúlu 1
Raikkonen hefur verið lengi í Formúlu 1 vísir/Getty

Yfir tuttugu þúsund aðdáendur ítalska Formúlu 1 liðsins Ferrari vilja halda Finnanum Kimi Raikkonen í röðum liðsins á næsta ári.

Kimi er 38 ára gamall og er því talið líklegt að hann muni leggja hanskana á hilluna í lok tímabilsins. Flest bendir til þess að Mónakóbúinn Charles Leclerc taki við sæti Raikkonen ef Finninn framlengir ekki.

Þrátt fyrir aldurinn virðist ekkert vera að hægja á Kimi eins og hann sýndi í síðustu keppni er hann náði ráspól á Monza, heimavelli Ferrari.

Hvorki Raikkonen né Ferrari hafa gefið neitt út opinberlega um framtíð ökumannsins hjá liðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.