Skoðun
Arnar Kjartansson, nemandi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.

Bág staða með­ferðar­stöðva SÁÁ - Hvað er til ráða?

Arnar Kjartansson skrifar

Ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum að meðferðastöðvar SÁÁ hafa verið í slæmri stöðu síðustu ár en ríkið fjármagnar aðeins 2/3 af heildarkostnaði þeirra samkvæmt greinagerð sem að SÁÁ gaf út. Þar kemur fram að heildarkostnaður þessara stöðva sé 1,43 milljarðar króna en ríkið greiðir 914 milljónir og er því mismunurinn um 517 milljónir króna. Ekki þarf viðskipta- eða hagfræðigráðu til að gera sér grein fyrir að þetta dæmi virkar ekki lengi.

Þó viðurkennir höfundur að svona mál eru vant með farin og engin skyndilausn í boði, annars væri án efa búið að fara hana. Þó er aðgerðarleysi heilbrigðisráðherra til mikilla vonbrigða og vegna þess hefur meðal annars þurft að loka meðferðastöð SÁÁ á Akureyri. Það verður að grípa í taumana núna strax til þess að valda ekki meiri skaða.

Höfundur ákvað að leggjast í smá rannsóknarvinnu og lagði inn fyrirspurn til fjármálaráðuneytis (þakka þeim fyrir skjót svör) og fékk tölur yfir tekjur ríkisins á áfengisgjöldum síðastliðin 4 ár og eru þær eftirfarandi:

Þykir höfundi frekar rökrétt að tekjur sem skapist af sölu ríkisins á áfengi, fari í áfengis- og vímuefnameðferðir. Enda eru neyslustýrandi skattar einmitt settir í þeim tilgang til þess að lækka neyslu almennings á ákveðinni vöru. Því væri þessum pening lang best varið í það að hjálpa þeim sem þurfa hvað mest á hjálpinni að halda.

Ekki er verið að tala um að nota allan peninginn í þennan málaflokk. Grófur útreikningur sýnir okkur það að aðeins þarf 2,9% af þessum tekjustofn til þess að halda meðferðastöðvum gangandi. Það þykir höfundi ekki of mikið að byðja um og væri því peningurinn að fara í nákvæmlega það sem hann á að fara í.


Höfundur er nemandi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.