Fótbolti

Chievo á botninum með tvö stig í mínus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik hjá Chievo í vetur.
Úr leik hjá Chievo í vetur. getty

Það er á brattann að sækja hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Chievo. Liðið er langneðst í deildinni og það með mínus tvö stig.

Ítalska knattspyrnusambandið ákvað í gær að draga þrjú stig af liðinu og sekta það um 26 milljónir króna. Forseti félagsins, Luca Campedelli, var þess utan settur í þriggja mánaða bann.

Þar sem Chievo var aðeins komið með eitt stig í deildinni þá er liðið núna með mínus tvö stig. Ákaflega sérstök staða.

Ástæðan fyrir þessum aðgerðum eru bókhaldsbrellur sem félagið stóð í ásamt Cesena. Þá sögðust félögin hafa selt leikmenn á hærra verði en þau í raun og veru gerði.

Ekkert var gert í máli Cesena enda varð félagið gjaldþrota síðasta sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.