Gengið styrkist og Icelandair fellur Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2018 12:42 Ætla má að vendingarnar í Kauphöllinni tengist fregnum af skuldafjárútboði WOW Air. Fréttablaðið/Stefán Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum í dag. Til að mynda hefur styrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal numið um 1,5 prósentum það sem af er degi, og rúmum 2 prósentum gagnvart sænsku krónunni. Þá hefur dagurinn verið nokkuð grænn í Kauphöllinni, að frátaldri lækkun á hlutabréfaverði í Icelandair. Í hádeginu hafði verð í bréfum félagsins fallið um næstum 4 prósent. Eftir hækkun í upphafi vikunnar hafa bréf í Icelandair fallið tvo daga í röð og nemur heilsárslækkunin nú rúmum 50 prósentum.Sjá einnig: Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Ætla má að þessi þróun, gengisstyrking krónunnar og lækkun Icelandair, sé beintengd fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air. Meðfram mikilli svartsýni í garð útboðsins í upphafi vikunnar lækkaði gengi íslensku krónunnar. WOW Air flytur um þriðjung ferðamanna til landsins, með meðfylgjandi gjaldeyri, og óttinn við fall flugfélagsins kann þannig að hafa haft áhrif á framtíðarhorfur krónunnar. Á sama tíma hækkaði hlutabréfaverð í Icelandair, enda myndi brotthvarf WOW Air óneitanlega minnka samkeppnina á íslenskum flugmarkaði. Eftir því sem frekari fregnir berast af skuldafjárútboðinu, eins og til að mynda frétt Fréttablaðsins í morgun um að WOW air sé á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn, hefur þessi þróun snúist við. Gengi krónunnar hefur styrkst tvo daga í röð og gengi Icelandair fallið samhliða. Örla fór á þessari þróun strax á miðvikudag. Þá hækkuðu bréf í Icelandair fyrir hádegi en síðan gekk hækkunin til alveg til baka fyrir lokun markaða. Búist er við formlegri yfirlýsingu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðsins í lok vikunnar. Tengdar fréttir Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49 Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum í dag. Til að mynda hefur styrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal numið um 1,5 prósentum það sem af er degi, og rúmum 2 prósentum gagnvart sænsku krónunni. Þá hefur dagurinn verið nokkuð grænn í Kauphöllinni, að frátaldri lækkun á hlutabréfaverði í Icelandair. Í hádeginu hafði verð í bréfum félagsins fallið um næstum 4 prósent. Eftir hækkun í upphafi vikunnar hafa bréf í Icelandair fallið tvo daga í röð og nemur heilsárslækkunin nú rúmum 50 prósentum.Sjá einnig: Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Ætla má að þessi þróun, gengisstyrking krónunnar og lækkun Icelandair, sé beintengd fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air. Meðfram mikilli svartsýni í garð útboðsins í upphafi vikunnar lækkaði gengi íslensku krónunnar. WOW Air flytur um þriðjung ferðamanna til landsins, með meðfylgjandi gjaldeyri, og óttinn við fall flugfélagsins kann þannig að hafa haft áhrif á framtíðarhorfur krónunnar. Á sama tíma hækkaði hlutabréfaverð í Icelandair, enda myndi brotthvarf WOW Air óneitanlega minnka samkeppnina á íslenskum flugmarkaði. Eftir því sem frekari fregnir berast af skuldafjárútboðinu, eins og til að mynda frétt Fréttablaðsins í morgun um að WOW air sé á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn, hefur þessi þróun snúist við. Gengi krónunnar hefur styrkst tvo daga í röð og gengi Icelandair fallið samhliða. Örla fór á þessari þróun strax á miðvikudag. Þá hækkuðu bréf í Icelandair fyrir hádegi en síðan gekk hækkunin til alveg til baka fyrir lokun markaða. Búist er við formlegri yfirlýsingu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðsins í lok vikunnar.
Tengdar fréttir Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49 Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49
Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05
Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43