Skúli vill allt að 33 milljarða innan átján mánaða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2018 11:22 Skúli Mogensen er stofnandi og forstjóri Wow Air. Vísir/Getty Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, stefnir að því að félagið sæki sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboði innan átján mánaða. Það er fimmfalt hærri upphæð en stefnt er að því að safna með yfirstandandi skuldabréfaútboði félagsins.Þetta kemur fram í frétt Financial Times þar sem segir að Skúli telji sig geta fengið 200 til 300 milljónir dollara, 21 til 33 milljarða króna, með því að selja minna en helming hlutafjár í félaginu. Þá kemur einnig fram að Skúli gefi ekki upp heildarvirði félagsins.Ítarlega hefur verið fjallað um fjárhagserfiðleika Wow Air að undanförnu en félagið er á lokametrunum að sækja sér fjármagn með skuldabréfaútboði. Fyrir helgi var tilkynnt að lágmarksstærð þess hefði verið náð, 50 milljónir evra eða því sem nemur 6,5 milljörðum króna. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Í frétt Financial Times viðurkennir Skúli að félaginu hafi ekki tekist nægjanlega vel að að halda niðri eldsneytiskostnaði en greint var frá því í síðasta mánuði að olíukostnaður væri fjórðungur af tekjum WOW Air á síðasta ári. Þá hefur félagið ekki varið sig fyrir sveiflum í olíuverði, líkt og til dæmis Icelandair. Það sé nú hins vegar til endurskoðunar. „Eldsneytið hefur klárlega unnið gegn okkur, við erum ekki varin en við erum að endurskoða þá stefnu,“ segir Skúli. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. 14. september 2018 16:10 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjörbreyta sameignarforminu vegna útspils Seðlabankans Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, stefnir að því að félagið sæki sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboði innan átján mánaða. Það er fimmfalt hærri upphæð en stefnt er að því að safna með yfirstandandi skuldabréfaútboði félagsins.Þetta kemur fram í frétt Financial Times þar sem segir að Skúli telji sig geta fengið 200 til 300 milljónir dollara, 21 til 33 milljarða króna, með því að selja minna en helming hlutafjár í félaginu. Þá kemur einnig fram að Skúli gefi ekki upp heildarvirði félagsins.Ítarlega hefur verið fjallað um fjárhagserfiðleika Wow Air að undanförnu en félagið er á lokametrunum að sækja sér fjármagn með skuldabréfaútboði. Fyrir helgi var tilkynnt að lágmarksstærð þess hefði verið náð, 50 milljónir evra eða því sem nemur 6,5 milljörðum króna. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Í frétt Financial Times viðurkennir Skúli að félaginu hafi ekki tekist nægjanlega vel að að halda niðri eldsneytiskostnaði en greint var frá því í síðasta mánuði að olíukostnaður væri fjórðungur af tekjum WOW Air á síðasta ári. Þá hefur félagið ekki varið sig fyrir sveiflum í olíuverði, líkt og til dæmis Icelandair. Það sé nú hins vegar til endurskoðunar. „Eldsneytið hefur klárlega unnið gegn okkur, við erum ekki varin en við erum að endurskoða þá stefnu,“ segir Skúli.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. 14. september 2018 16:10 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjörbreyta sameignarforminu vegna útspils Seðlabankans Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira
Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43
Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. 14. september 2018 16:10
WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30