Golf

Justin Rose í forystu eftir fyrsta hring

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rose á hringnum í gær
Rose á hringnum í gær Vísir/Getty

Englendingurinn Justin Rose er með eins höggs forystu eftir fyrsta hring á Dell Technologies mótinu í golfi. Mótið er hluti af úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar.

Rose fór fyrsta hringinn á sex höggum undir pari. Hann spilaði óaðfinnanlega og fékk ekki einn einasta skolla á hringnum, sex fugla og 12 pör.

Fast á hæla Rose koma Skotinn Russel Knox og Abraham Ancer frá Mexíkó á fimm höggum undir pari.
 
Tiger Woods náði sér ekki nógu vel á strik í gær og er á einu höggi yfir pari. Norður-Írinn Rory McIlroy er á parinu.

Sigurvegari síðasta móts, Bryson DeChambeau, sem var fyrir mótið í fyrsta sæti á FedEx stigalistanum, er á einu höggi undir pari.

Annar hringurinn er leikinn í dag og hefst útsendingin á Golfstöðinni kklukkan 19:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.