Handbolti

Þvílík byrjun á handboltavetrinum hjá Arnóri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta, faðmar bróður sinn Aron Einar landsliðsfyrirliða.
Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta, faðmar bróður sinn Aron Einar landsliðsfyrirliða. Vísir/Vilhelm

Íslenski landsliðshornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson hefur farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins með í þýsku bundesligunni í handbolta.

Arnór er eini leikmaðurinn í þýsku deildinni sem hefur komist í úrvalsliðið í fyrstu tveimur umferðunum.

Arnór og félagar í Bergischer HC eru nýliðar í deildinni eftir að hafa komist aftur upp síðasta vor. Arnór hefur spilað með Bergischer HC frá árinu 2012.

Arnór hefur skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjunum og er strax kominn með sjö marka forystu á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar.

Arnór hefur nýtt öll fimmtán vítin sín í þessum tveimur leikjum sem er mögnuð nýting. Hann hefur síðan skorað 7 mörk úr 13 skotum utan af velli.

Arnór skoraði 13 mörk í fyrsta leiknum og 9 mörk í leik númer tvö. Í bæði skipin var hann valinn í lið umferðarinnar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Lið 2. umferðarinnar er svona:
Lið 1. umferðarinnar leit svona út:


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.