Fótbolti

Kók og sígó fyrir utan Tryggingastofnun eftir leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta er ekki algeng sjón hjá íþróttamönnum í dag.
Þetta er ekki algeng sjón hjá íþróttamönnum í dag. twitter.com/hreffie

Leikmenn tékkneska kvennalandsliðsins í knattspyrnu vöktu athygli vegfarenda eftir leikinn gegn stelpunum okkar á Laugardalsvelli í gær enda voru þær ekki beint í hollustunni.

Hrafnhildur Agnarsdóttir, markvörður KR, birti mynd á Twitter í dag þar sem má sjá tvo leikmenn tékkneska liðsins með sígarettu og kók í bauk eftir leik fyrir utan Tryggingastofnun.Þó svo tékkneska liðið hefði ekki að neinu að keppa í leiknum þá veitti það íslenska liðinu mikla keppni en leikurinn endaði 1-1.

Þessi úrslit gerðu út um HM-draum íslenska liðsins sem hefði farið í umspil með sigri. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir okkar lið.


Tengdar fréttir

Sif: Ég get ekki hætt svona

Ísland fer ekki á HM 2019 eftir jafntefli við Tékka í lokaleik undankeppninnar í dag. Sif Atladóttir var að vonum vonsvikin eftir leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.