Viðskipti innlent

Vöruskiptajöfnuður neikvæður um 14,5 milljarða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Verðmæti vöruútflutnings var þó hærri en í ágúst í fyrra.
Verðmæti vöruútflutnings var þó hærri en í ágúst í fyrra. Vísir
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru vöruskiptin í síðastliðnum ágústmánuði óhagstæð um 14,5 milljarða króna. Fram kemur á vef Hagstofunnar að í ágúst hafi „fob verðmæti vöruútflutnings [numið] 50,9 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 65,4 milljörðum króna.“

Verðmæti vöruútflutnings í ágúst var 5,7 milljörðum hærra en í sama mánuði í fyrra, eða 12,7% á gengi hvors árs. Að sögn Hagstofunnar má að hluta rekja hækkunina til aukins verðmætis í útflutningi á kísiljárni og áli. Einnig jókst verðmæti útflutnings í flokknum „aðrar vörur.“

Verðmæti vöruinnflutnings í ágúst 2018 var 13,3 milljörðum króna hærri en í ágúst 2017 eða 25,6% á gengi hvors árs. Munurinn á milli ára skýrist aðallega af auknum innflutningi á fjárfestingavörum og eldsneyti.

Hagstofan ítrekar þó að um bráðabirgðatölur er að ræða. Þær kunni að breytast eftir endurskoðun í lok árs. Vöruskiptajöfnuður hefur meira og minna verið neikvæður undanfarin þrjú ár, eins og sjá má hér að neðan.

hagstofa íslands





Fleiri fréttir

Sjá meira


×