Golf

Woods og McIlroy í forystu eftir fyrsta hring

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods hafði ástæðu til að brosa í dag
Tiger Woods hafði ástæðu til að brosa í dag Vísir/Getty

Tiger Woods er í forystu ásamt Rory McIlroy á BMW mótinu, næst síðasta móti úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni í golfi.

Woods og McIlroy eru jafnir á átta höggum undir pari. Woods fékk sjö fugla og einn örn á hringnum ásamt einum skolla.

McIlroy fékk fjóra fugla á fyrstu níu holum hans í mótinu og fékk svo fimm fugla í röð. Hann kláraði hins vegar hringinn á tveimur skollum en bjargaði sér með fugli á loka holunni.
Fast á hæla þeirra félaga kemur Xander Schauffele á sjö höggum undir pari og fjórir kylfingar eru á sex höggum undir pari.

Þrjátíu efstu kyflingarnir á FedEx stigalistanum að þessu móti loknu fá þáttökurétt á síðasta móti ársins þar.

Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á Golfstöðinni annað kvöld.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.