Golf

Pútterinn varð Tiger að falli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger átti ekki sérstakan dag í dag
Tiger átti ekki sérstakan dag í dag Vísir/Getty

Tiger Woods náði sér ekki á strik í dag og missti niður forystu sína á BMW meistaramótinu sem er næst síðasta mót FedEx-úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni.

Eftir fyrsta keppnisdag voru Woods og Rory McIlroy saman í forystu á átta höggum undir pari. Woods átti frábæran fyrsta dag en náði ekki að fylgja því eftir í dag.

Hann fékk þrjá fugla og þrjá skolla og lék því á parinu og er enn á átta höggum undir pari í mótinu.


Norður-Íranum gekk lítið betur, hann fór hringinn í dag á einu höggi undir pari. Í gær fór McIlroy hamförum og fékk meðal annars fimm fugla í röð, en hann hafði aðeins hægar um sig í dag og fékk aðeins þrjá fugla á hringnum.

Bandaríkjamaðurinn Xander Scauffele er kominn í forystu á mótinu eftir að hafa spilað á sex höggum undir pari í dag. Hann er samtals á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Englendingnum Justin Rose sem er í öðru sæti.

Sigurvegari síðustu tveggja móta í úrslitakeppninni, Bryson DeChambeau, er jafn í 38. sæti á þremur höggum undir pari.

Hann ætti þrátt fyrir það að vera öruggur áfram á síðasta mót ársins, úrslitamótið sjálft. Þangað komast þrjátíu efstu kylfingarnir á FedEx stigalistanum að þessu móti loknu.

Bein útsending frá þriðja hring mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 16:00 á morgun.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.