Fótbolti

Guðlaugur Victor byrjar í fyrsta leik Hamren

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Guðlaugur Victor var ekki í hópi Íslands á HM en kemur beint inn í liðið í Þjóðadeildinni
Guðlaugur Victor var ekki í hópi Íslands á HM en kemur beint inn í liðið í Þjóðadeildinni

Byrjunarlið Íslands er tilbúið fyrir fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni gegn Sviss. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Töluvert um meiðsli er hjá íslenska liðinu og eru því nokkrar breytingar frá síðasta leik liðsins, tapinu gegn Króatíu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Helsta breytingin er sú að Guðlaugur Vicor Pálsson er í byrjunarliði Íslands en hann var ekki í leikmannahópnum á HM. Guðlaugur verður á miðjunni í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar. Með honum á miðjunni er afmælisbarnið, Gylfi Þór Sigurðsson.

Hannes Þór Halldórsson verður í markinu að venju og þá er Birkir Már Sævarsson í hægri bakverði. Ari Freyr Skúlason kemur inn í vinstri bakvörðinn, en hann þekkir þá stöðu afar vel með landsliðinu. Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason eru svo miðverðir Íslands í dag.

Rúrik Gíslason og Birkir Bjarnason verða á köntunum og Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson eiga að skora mörkin.
 

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.