Fótbolti

Cristiano Ronaldo mætir á Old Trafford með Juve: Svona eru riðlarnir í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo spilar á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Cristiano Ronaldo spilar á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty

Juventus og Manchester United lentu saman í riðli í Meistaradeildinni en dregið var í Mónakó í dag. Liverpool lenti í riðli með Paris Saint-Germain og Manchester City var mun heppnara með riðil en Tottenham.

Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni í ár, er á leiðinni á Santiago Bernebau þar sem CSKA Moskva mun spila við Real Madrid.

Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus og mætir því á sinn gamal heimavöll á Old Trafford. Hin liðin í riðli með Juventus og Manchester United eru spænska liðið Valencia og svissneska liðið Young Boys.

Liverpool hefði getað verið mun óheppnara með riðil en mætir franska stórliðinu Paris Saint-Germain, ítalska liðinu Napoli og svo Rauðu stjörnunni frá Belgrad.

Englandsmeistarar Manchester City eru í þægilegum riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, franska liðinu Lyon og 1899 Hoffenheim frá Þýskalandi.

Tottenham er í mun erfiðari riðli með stórliði Barcelona, hollenska liðinu PSV Eindhoven og Internazionale frá Ítalíu.

Meistarar Real Madrid eru með ítalska liðinu Roma og Herði Björgvin Magnússyni og félögum í CSKA Moskva. Fjórða liðið er síðan Viktoria Plzen frá Tékklandi.

Hér fyrir neðan má sjá riðlana í Meistaradeildinni 2018-19:

A-riðill
Atlético Madrid
Borussia Dortmund
Monakó
Club Brugge

B-riðill
Barcelona
Tottenham Hotspur
PSV Eindhoven
Internazionale

C-riðill
Paris Saint-Germain
Napoli
Liverpool
Crvena Zvezda Belgrad

D-riðill
Lokomotiv Moskva
Porto
Schalke 04
Galatasaray

E-riðill
Bayern München
Benfica
Ajax
AEK Aþena

F-riðill
Manchester City
Shakhtar Donetsk
Lyon
1899 Hoffenheim

G-riðill
Real Madrid
Roma
CSKA Moskva
Viktoria Plzen

H-riðill
Juventus
Manchester United
Valencia
Young Boys


Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna og textalýsingu blaðamanns frá drættinum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.