Krónan og íbúðir í stað N1 við Ægisíðu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 20:00 Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni. Gengið verður endanlega frá kaupunum á morgun þegar N1 greiðir fyrir Festi en kaupverðið nemur rúmum 24 milljörðum króna. Festi rekur verslanir Krónunnar, Nóatúns og Elko auk vöruhótelsins Bakkans. Við samrunann fara verslanirnar undir N1 og verður heiti móðurfélagsins Festi. Verður það skráð undir þeim merkjum í Kauphöllinni. Forstjóri N1 segir að rekstur Krónunnar og N1 verði samþættur. „Það verða N1 dælur fyrir utan Krónubúðir á einhverjum stöðum en á öðrum stöðum verða Krónubúðir, eða svokallaðar KR búðir, á N1 stöðvum. Við sjáum mikil tækifæri bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni," segir Eggert Kristófersson, forstjóri N1.Vísir/ernirFesti hefur áður sótt um að setja upp bensíndælur hjá Krónubúðum en umsókninni verið hafnað af borgaryfirvöldum. Eggert segir að bensíndælum verði ekki fjölgað heldur færðar, fáist leyfi til. Enda var það meðal skilyrða Samkeppniseftirlitsins fyrir samrunanum að N1 selji frá sér stöðvar. Hugmyndin nú er til dæmis að fjarlægja stöðina sem er við Ægisíðu og færa hana fyrir utan Krónuna á Fiskislóð. Á lóðinni við Ægisíðu kæmi í staðinn Krónuverslun og íbúðarhúsnæði. Ljóst er að þróunin er í þessa átt þar sem mögulegur samruni Haga og Olís er í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu. Eggert telur framtíðina felast í samþættingu sem þessari. „McKinsey skýrslan sem var gefin út 2011-2012 sýndi að það eru of margir fermetrar í verslun og þjónustu á Íslandi og við teljum okkur með þessu geta samnýtt þessa fermetra og aukið hagræðingu og þar af leiðandi boðið upp á betra verð og betri þjónusu fyrir okkar viðskiptavini," segir Eggert.Eru þetta Costco áhrifin? „Nei, við fórum nú af stað með þessa hugmynd í desember 2015 áður en Costco umræðan byrjaði. Þannig að þetta tengist því nú ekki en auðvitað er erlend verslun samkeppni, eins og Elko sem við erum að kaupa er í mikilli samkeppni á netinu. Þannig að ég held að markaðssvæðið sé svolítið orðið heimurinn þrátt fyrir að við búum á þessari eyju," segir Eggert. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni. Gengið verður endanlega frá kaupunum á morgun þegar N1 greiðir fyrir Festi en kaupverðið nemur rúmum 24 milljörðum króna. Festi rekur verslanir Krónunnar, Nóatúns og Elko auk vöruhótelsins Bakkans. Við samrunann fara verslanirnar undir N1 og verður heiti móðurfélagsins Festi. Verður það skráð undir þeim merkjum í Kauphöllinni. Forstjóri N1 segir að rekstur Krónunnar og N1 verði samþættur. „Það verða N1 dælur fyrir utan Krónubúðir á einhverjum stöðum en á öðrum stöðum verða Krónubúðir, eða svokallaðar KR búðir, á N1 stöðvum. Við sjáum mikil tækifæri bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni," segir Eggert Kristófersson, forstjóri N1.Vísir/ernirFesti hefur áður sótt um að setja upp bensíndælur hjá Krónubúðum en umsókninni verið hafnað af borgaryfirvöldum. Eggert segir að bensíndælum verði ekki fjölgað heldur færðar, fáist leyfi til. Enda var það meðal skilyrða Samkeppniseftirlitsins fyrir samrunanum að N1 selji frá sér stöðvar. Hugmyndin nú er til dæmis að fjarlægja stöðina sem er við Ægisíðu og færa hana fyrir utan Krónuna á Fiskislóð. Á lóðinni við Ægisíðu kæmi í staðinn Krónuverslun og íbúðarhúsnæði. Ljóst er að þróunin er í þessa átt þar sem mögulegur samruni Haga og Olís er í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu. Eggert telur framtíðina felast í samþættingu sem þessari. „McKinsey skýrslan sem var gefin út 2011-2012 sýndi að það eru of margir fermetrar í verslun og þjónustu á Íslandi og við teljum okkur með þessu geta samnýtt þessa fermetra og aukið hagræðingu og þar af leiðandi boðið upp á betra verð og betri þjónusu fyrir okkar viðskiptavini," segir Eggert.Eru þetta Costco áhrifin? „Nei, við fórum nú af stað með þessa hugmynd í desember 2015 áður en Costco umræðan byrjaði. Þannig að þetta tengist því nú ekki en auðvitað er erlend verslun samkeppni, eins og Elko sem við erum að kaupa er í mikilli samkeppni á netinu. Þannig að ég held að markaðssvæðið sé svolítið orðið heimurinn þrátt fyrir að við búum á þessari eyju," segir Eggert.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira