Golf

Ólafía á pari eftir fyrsta hring

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn.
Ólafía Þórunn. Vísir/Getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að halda vel á spöðunum í dag ætli hún í gegnum niðurskurðinn á Cambia Portland Classic mótinu í golfi. Ólafía lék fyrsta hringinn í gærkvöldi á pari vallarins.

Eftir fyrsta hring er Ólafía jöfn í 89.-105. sæti. Niðurskurðarlínan miðast við eitt högg undir pari og Ólafía því í góðum séns á að fara þar í gegn.

Hringurinn var nokkuð jafn hjá Ólafíu í gær, hún fékk tvo skolla og tvo fugla, rest fór hún á pari.

Til þess að komast inn á síðasta risamót ársins, Evian mótið í Frakklandi sem er jafnframt næsta mót á mótaröðinni, þarf Ólafía að gera virkilega vel í þessu móti. Þá er hún að renna út á tíma til þess að klifra upp peningalista mótaraðarinnar og halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni.

Ólafía hefur leik á öðrum hring í dag klukkan 7:26 að staðartíma, sem er klukkan 14:26 að íslenskum tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.