Golf

Ólafía aftur á parinu og er tveimur höggum frá niðurskurðinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía lifir í voninni.
Ólafía lifir í voninni. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er líklega úr leik á Cambia Portland-meistaramótinu en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn var í ágætum málum eftir fyrri daginn og fékk par á fyrstu fjórum holunum í dag en á fimmtu fékk hún tvöfaldan skolla.

Hún náði að bæta það upp með fuglum á níundu og tíundu og var því komið aftur á parið. Hún fékk svo skolla á sautjándu og fugl á átjándu og endaði því á parinu.

Ólafía spilaði einnig á parinu í gær og þegar þetta er skrifað er hún tveimur höggum frá niðurskurðinum.

Ekki hafa allir kylfingar klárað annan hringinn og lifir því Ólafía enn í voninni um að niðurskurðinn færist neðar en ljóst er að mikið þarf að gerast fari hún áfram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.