Golf

Guðmundur Ágúst og Helga Kristín leiða eftir fyrsta hring í Grafarholti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helga var í stuði á fyrsta hringnum.
Helga var í stuði á fyrsta hringnum. mynd/gsimyndir.net

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr GR, og Helga Kristín Einarsdóttir, úr GK, leiða eftir fyrsta hring á Securitasmótinu en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni.

Keppt er um GR-bikarinn en leikið er á Grafarholtsveli alla helgina. Fyrsti hringurinn fór fram í gær en hann er fyrsti af fjórum sem leiknir eru um helgina.

Guðmundur Ágúst spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari en næstur á eftir honum kemur Rúnar Arnórsson, úr GK, á þremur undir pari.

Þar á eftir koma sex kylfingar á einu höggi undir pari þar á meðal atvinnukylfingurinn Axel Bóasson. Það er ljóst að það verður hörð barátta í karlaflokki um helgina.

Guðmundur leiðir í karlaflokki eftir fyrsta hring. mynd/gsimyndir.net

Helga Kristín spilaði frábært golf á fyrsta hringnum. Hún spilaði á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og er með sjö högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem er í öðru sætinu á fjórum yfir pari.

Anna Sólveig Snorradóttir og Berglind Björnsdóttur eru svo í þriðja til fjórða sætinu á sex höggum yfir pari.

Verðlaunin er glæsileg á þessu móti.  Atvinnukylfingar á borð við Íslandsmeistarana Axel Bóasson úr GK og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur gætu fengið allt að 750.000. kr í sinn hlut.

Til þess þurfa þau að sigra á Securitasmótinu og landa stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni samhliða sigrinum í GR-bikarinnar.

Ef áhugakylfingur sigrar í karla – eða kvennaflokki fær hann 70.000 kr. í sinn hlut. Atvinnukylfingar geta fengið 250.000 kr. fyrir sigurinn á Securitasmótinu – GR-bikarinn.

Stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 fá 250.000 í sinn hlut ef þau eru atvinnukylfingar en áhugakylfingar fá 70.000 kr. gjafakort.

Uppfærðan stigalista má sjá neðst í þessari grein hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.