Golf

Ólafía Þórunn nánast örugg í gegnum niðurskurðinn

Ísak Jasonarson skrifar
Ólafía Þórunn keppir á sterkustu mótaröð heims.
Ólafía Þórunn keppir á sterkustu mótaröð heims. Fréttablaðið/þorsteinn

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari.

Fyrir daginn var hún á 4 höggum undir pari og mun spilamennska annarra kylfinga seinna í dag leiða í ljós hvort hún komist áfram í gegnum niðurskurðinn.


Ólafía Þórunn hóf leik á 1. teig í morgun og lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari. Á þeim kafla var hún ekki að slá nógu vel en bjargaði sér ágætlega í stutta spilinu.


Á seinni níu lék hún hins vegar töluvert betur og kláraði þær á höggi undir pari, samtals á einu höggi yfir pari á hringnum.

Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 46. sæti á 3 höggum undir pari í heildina og útlit fyrir að hún komist áfram. Niðurskurðarlínan miðast nú við 2 högg undir pari og því þarf margt að breytast til að hún komist ekki áfram.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.