Handbolti

Dagur fékk hjálp frá Írökum og íslensku þjálfarnir mætast í undanúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsspn, þjálfari japanska landsliðsins.
Dagur Sigurðsspn, þjálfari japanska landsliðsins. Vísir/Getty

Það verður íslenskur þjálfaraslagur í undanúrslitum í handboltakeppni Asíuleikanna en þetta varð ljóst þegar keppni lauk í milliriðlum í dag. Asíuleikarnir fara fram þessa daganna á Jakarta í Indónesíu.

Japanir fengu skell í síðasta leiknum sínum í milliriðlinum en fyrir leikinn var það ljóst að japanska liðið var komið í undanúrslitin hvernig sem leikurinn færi.

Barein mætir Japan í undanúrslitum keppninnar en Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein og Dagur Sigurðsson er þjálfari japanska liðsins. Með þessu er líka öruggt að íslenskur þjálfari vinnur til verðlauna á þessum Asíuleikum.

Barein er búið að vinna alla sex leiki sína í keppninni og vann sinn milliriðil sannfærandi. Japanska liðið þurfti aftur á móti að fá smá hjálp frá Írak til að komast í undanúrslitin.

Írak tók stig af Sádí Arabíu í lokaumferðinni og þess vegna mátti Japan tapa lokaleiknum sínum á móti Katar.

Írak jafnaði metin tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok og Sádarnir fengu tvær sóknir til að tryggja sér sigurinn en án árangurs. Japanska liðið var því í raun eini sigurvegarinnar í þeim leik.

Til að sleppa við Barein í undanúrslitunum hefðu Japanir hins vegar þurft að vinna lokaleikinn á móti Katar.

Katar vann Japan 24-17 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 13-10. Japanska liðið hafði litlu að keppa eftir að þeir misstu Katarbúa fram úr sér í seinni hálfleik og munurinn var á endanum sjö mörk.

Undanúrslitaleikirnir fara fram 27. ágúst og liðin fá því þrjá daga til að undirbúa sig. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Katar og Suður-Kórea.


Tengdar fréttir

Strákarnir hans Arons unnu 24 marka sigur

Sigurganga landsliðs Barein hélt áfram í morgun á Asíuleikunum í handbolta en liðið var fyrir leikinn búið að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.