Viðskipti erlent

Volkswagen sakað um að skemma uppskeru með haglfallbyssum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bændurnir eru handvissir um að rekja megi skort á rigningu til notkunar á byssunum.
Bændurnir eru handvissir um að rekja megi skort á rigningu til notkunar á byssunum. Vísir/Getty

Bændur í nágrenni við verksmiðju þýska bílaframleiðandans í Pueblo í Mexíkó hafa sakað forsvarsmenn verksmiðjunnar um að skemma uppskeru þeirra í viðleitni bílaframleiðandans til að koma í veg fyrir að hagl myndist.
Haglið getur skemmt þá bíla sem bíða eftir að verða sendir í burtu eftir framleiðslu en eru þeir geymdir utan dyra við verksmiðjuna. Til þess að koma í veg fyrir að haglið myndist notast bílaframleiðandinn við svokallaðar „haglfallbyssur,“ byssur sem skjóta hljóðmerkjum í loftið.
Hljóðið er sagt leysa upp haglið og á því að koma því í veg fyrir að það falli á bílana með tilheyrandi skemmdum.
Vilja bændurnir í nágreni verksmiðjunnar meina að notkun á haglfallbyssum hafi orðið til þess að ekki hafi rignt í dágóðan tíma, sem hafi skemmt uppskeru þeirra.
Í frétt CNN segir að Volkswagen hafi fallist á að minnka notkun á fallbyssunum í viðleitni til þess að ergja ekki bændurna en þýski bílaframleiðandinn telur þó að ekkert bendi til þess að samasemmerki sé á milli lítils regnfalls og notkunar á byssunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.