Körfubolti

Stórkostlegum ferli Ginobili lokið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ginobili í leik með Spurs á síðustu leiktíð sinni hjá félaginu.
Ginobili í leik með Spurs á síðustu leiktíð sinni hjá félaginu. vísir/getty

Körfuknattleiksmaðurinn Manu Ginoboli er búinn að leggja skóna á hilluna eftir sextán ára NBA-feril. Hann tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í kvöld.

Ginobili er orðinn 41 árs en hann samdi við San Antonio Spurs árið 2002. Hann spilaði allan sinn NBA-feril með Spurs og er goðsögn hjá félaginu.

Á tíma sínum hjá Spurs varð Ginobili fjórum sinnum NBA-meistari, síðast árið 2014 er liðið vann Miami Heit, 4-1, í úrslitaleiknum. Einnig vann hann titilinn 2003, 2005 og 2007.

Ferill Ginobili í NBA er glæsilegur en fyrir utan fjóra meistaratitla þá hefur hann tvisvar verið valinn í lið ársins, 2005 og 2011.

Hann er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í sögu Spurs en hann er einnig í öðru sæti yfir þá sem hefur flest fráköst, þriðja sæti í stoðsendingum og í fyrsta sæti yfir þá sem hefur stolið flestum boltum.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.