Viðskipti innlent

Engar eignir í búi fyrrverandi forstjóra Kaupþings

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ingólfur Helgason (t.v.) var forstjóri Kaupþings á Íslandi.
Ingólfur Helgason (t.v.) var forstjóri Kaupþings á Íslandi.
Engar eignir fundust í búi Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Ingólfur var úrskurðaður gjaldþrota í mars síðastliðnum.

Fram kemur í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu að gjaldþrotaskiptum í búi Ingólfs hafi lokið 20. júní síðastliðinn, án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Þær námu alls 639.594.807 krónum.

Ingólfur var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi árið 2015 fyrir aðkomu að hinu svokallaða markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 

Málið er stærsta mál sinnar tegundar á Íslandi en alls voru níu stjórnendur og starfsmenn bankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í aðdraganda bankahrunsins. Fyrrnefndur dómur Ingólfs var sá þyngsti sem kveðinn var upp í málinu.


Tengdar fréttir

Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar

Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×