Viðskipti innlent

Engar eignir í búi fyrrverandi forstjóra Kaupþings

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ingólfur Helgason (t.v.) var forstjóri Kaupþings á Íslandi.
Ingólfur Helgason (t.v.) var forstjóri Kaupþings á Íslandi.
Engar eignir fundust í búi Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Ingólfur var úrskurðaður gjaldþrota í mars síðastliðnum.

Fram kemur í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu að gjaldþrotaskiptum í búi Ingólfs hafi lokið 20. júní síðastliðinn, án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Þær námu alls 639.594.807 krónum.

Ingólfur var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi árið 2015 fyrir aðkomu að hinu svokallaða markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 

Málið er stærsta mál sinnar tegundar á Íslandi en alls voru níu stjórnendur og starfsmenn bankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í aðdraganda bankahrunsins. Fyrrnefndur dómur Ingólfs var sá þyngsti sem kveðinn var upp í málinu.


Tengdar fréttir

Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar

Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.