Golf

Woodland leiðir eftir fyrsta hring │Tiger á pari

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessi leiðir eftir fyrsta hring
Þessi leiðir eftir fyrsta hring vísir/getty

Bandaríkjamaðurinn Gary Woodland er einn á toppnum eftir fyrsta hring á PGA meistaramótinu í golfi sem fram fer í St.Louis, Missouri í Bandaríkjunum um helgina en um er að ræða síðasta risamót ársins í karlaflokki.

Hinn 34 ára gamli Woodland fór fyrsta hringinn á sex höggum undir pari en landi hans, Rickie Fowler, er annar á fimm höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Brandon Stone og Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson eru jafnir í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari.

Tiger Woods paraði fyrsta hring líkt og þeir Rory Mcllroy og Bubba Watson.

Sýnt er frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending dagsins klukkan 18:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.