Golf

Ólafía Þórunn í góðum málum eftir fyrri níu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vonandi að Ólafíu vegni eins vel á síðari níu.
Vonandi að Ólafíu vegni eins vel á síðari níu. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur og íþróttamaður ársins 2017, spilaði vel á fyrri níu holunum á Indy Women mótaröðinni.

Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni en á síðasta ári keppti Ólafía á þessu sama móti. Þá hafnaði hún í fjórða sæti og virðist hún kunna vel við sig á þessu móti.

Eftir fyrri níu holurnar er Ólafía á einu höggi undir pari. Hún byrjaði á þremur pörum áður en það fylgdu tveir fuglar í kjölfarið.

Á sjöttu og sjöundu fékk hún svo pör en á áttundu holu kom skalli áður en níunda holan var par. Hún er því, eins og áður segir, á höggi undir pari eftir fyrri níu.

Vísir greinir að sjálfsögðu frá því hvernig Ólafíu mun vegna á síðari níu í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.