Golf

Fín byrjun hjá Ólafíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía er í tækifæri fyrir morgundaginn.
Ólafía er í tækifæri fyrir morgundaginn. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, spilaði ágætlega á fyrsta hring á Indy-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Ólafía þekkir mótið vel.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld var spilamennska Ólafía á fyrri níu holunum til fyrirmyndar. Hún spilaði þær á einu höggi undir pari og var í sóknarfæri fyrir síðari níu.

Þær byrjuðu ekki vel því strax á tíundu holunni fékk Ólafía skolla og var aftur komin á parið. Í kjölfarið fylgdu fimm pör en aftur komst hún á einn undir er hún fékk fugl á sextándu holunni.

Á sautjándu og átjándu fékk Ólafía svo par þannig að hún endaði hringinn á einu höggi undir pari, samtals 71 höggi, og er því í 83. sæti fyrir morgundaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.