Golf

Ólafia Þórunn úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía Þórunn er því miður úr leik.
Ólafía Þórunn er því miður úr leik. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er úr leik á Indy Women In Tech-meistaramótinu en leikið er í Indianapolis um helgina.

Ólafía spilaði á einu höggi undir pari eftir fyrsta hringinn en hún fékk skolla á fyrstu holunni í dag sem gerð það að verkum að hún var komin á parið.

Í kjölfarið fylgdu tíu pör í röð og á þrettándu holunni fékk Ólafía fugl. Hún var komin á einu höggi undir pari og nálgaðist niðurskurðinn óðfluga.

Annar fugl fylgdi á fjórtándu og Ólafía í góðum málum en skolli á fimmtándu gerði þetta erfitt. Hún endaði hringinn á þremur pörum og þar af leiðandi á parinu í dag, samtals hringina tvo á höggi undir pari.

Ólafía endaði í 98. sætinu en hún var tveimur höggum frá niðurskurðinum sem miðaðist við þrjú högg undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.