Lífið

Sandalar Kanye West gera allt vitlaust

Bergþór Másson skrifar

Fjöllistamaðurinn Kanye West kom alheiminum að óvörum þegar hann mætti í brúðkaup í sandölum. Myndir af klæðaburði Kanye hafa farið eins og eldur um sinu um netheima.

Rapparinn, sem er mikill áhrifavaldur í tískuheiminum sem og hip hop heiminum, var klæddur í Louis Vuitton jakkaföt hönnuð af fyrrverandi lærling sínum, Virgil Abloh, og í sandölum sem hann hannaði sjálfur.

Kanye og eiginkona hans, raunveruleikastjarnan og viðskiptamógúllinn Kim Kardashian, voru gestir í brúðkaupi rapparans 2 Chainz í gær sem gekk að eiga æskuástina sína, hana Keshu Ward.

Óhætt er að segja að maður þurfi ekki að vera tískusnillingur til þess að skilja það að sandalar í stíl við jakkaföt, í brúðkaupi, verður að teljast nokkuð óvenjulegt fataval.

Skóbúnaður Kanye í brúðkaupinu hefur vakið mikil viðbrögð tískuáhugafólks og aðdáenda rapparans og hefur málið verið þaulrætt á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.