Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2018 09:15 Hækkanir á olíuverði og sveiflur á gengi íslensku krónunnar hafa leikið rekstur Icelandair grátt. Icelandair hefur tapað 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið skýrist aðallega af hækkun olíuverðs og sveiflum á gengi krónunnar. Tekjur félagsins af fimm nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum eru mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið nokkrum vonbrigðum. Icelandair kynnti í gær uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Niðurstaða annars ársfjórðungs er tap upp á 25,7 milljónir dollara, jafnvirði 2,7 milljarða króna. Tap fyrstu sex mánaða ársins nemur 60 milljónum dollara, jafnvirði 6,3 milljarða króna. Icelandair hafði sent frá sér afkomuviðvörun í júlí svo markaðurinn var að búast við vondum tíðindum þegar félagið birti uppgjörið. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair segir að tapið skýrist aðallega að olíuverðshækkunum. Olíuverð hefur hækkað um 60 prósent á síðustu tveimur árum án þess að það hafi skilað sér út í miðaverð.Hvar kemur þessi breyting þá út í rekstrinum? „Eins og kemur fram hjá okkur þá er félagið rekið með tapi og það eru fleiri félög búin að sýna breytingu. Bæði samkeppnisaðilar og fleiri flugfélög hafa verið að sýna þessi áhrif. Það breytir því ekki að við erum með tap sem orsakast að hluta til af þessu en einnig ýmsum öðrum þáttum sem við getum haft áhrif á,“ segir Björgólfur. Björgólfur nefnir hér líka styrkingu gengi krónunnar. Stærsti kostnaðarliður Icelandair eru laun sem eru greidd í krónum en tekjur félagsins eru aðallega í erlendum gjaldmiðlum og uppgjörsmyntin er Bandaríkjadollar. Sala til nýrra áfangastaða í Bandaríkjunum hefur valdið vonbrigðum Icelandair hóf í byrjun árs áætlunarflug til sex nýrra áfangastaða. Þetta eru Cleveland, Dallas, Kansas City, Baltimore og San Francisco í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi. Sala á farseðlum til og frá þessum borgum í Bandaríkjunum hefur valdið vonbrigðum. „Sala hefur ekki gengið eins og við ætluðum. Kannski byggðum við dálítið mikið af reynslu fyrri ára þegar við tókum inn nýja staði sem gengu yfirleitt alltaf mjög vel. En það tekur tíma að byggja upp áfangastaði og það er fjárfesting þó það komi inn sem rekstrarkostnaður hjá félaginu. Það tekur tíma að byggja þetta upp og við höfum trú á öllum þessum áfangastöðum,“ segir Björgólfur. Icelandair stendur á tímamótum um þessar mundir. Fyrr á þessu ári kynnti félagið breytingar á uppbyggingu fargjalda félagsins. Þá er hótelreksturinn undir Icelandair Hotels í söluferli og hafa margir fjárfestar sýnt honum áhuga að sögn Björgólfs. Nýjar Boeing MAX vélar komu í flota Icelandair fyrr á þessu ári og í skoðun er uppbygging nýs tengibanka (hub) frá Keflavíkurflugvelli. Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Icelandair með ráðningu nýrra framkvæmdastjóra yfir sölu- og markaðsmálum annars vegar og upplifun farþega hins vegar. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Efast um að spá Icelandair gangi eftir Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir Icelandair Group þurfa að vinna varnarsigur á þriðja fjórðungi til að afkomuspá félagsins gangi eftir. Afkoma annars fjórðungs var talsvert lakari en greinendur höfðu spáð. 2. ágúst 2018 07:00 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Icelandair hefur tapað 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið skýrist aðallega af hækkun olíuverðs og sveiflum á gengi krónunnar. Tekjur félagsins af fimm nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum eru mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið nokkrum vonbrigðum. Icelandair kynnti í gær uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Niðurstaða annars ársfjórðungs er tap upp á 25,7 milljónir dollara, jafnvirði 2,7 milljarða króna. Tap fyrstu sex mánaða ársins nemur 60 milljónum dollara, jafnvirði 6,3 milljarða króna. Icelandair hafði sent frá sér afkomuviðvörun í júlí svo markaðurinn var að búast við vondum tíðindum þegar félagið birti uppgjörið. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair segir að tapið skýrist aðallega að olíuverðshækkunum. Olíuverð hefur hækkað um 60 prósent á síðustu tveimur árum án þess að það hafi skilað sér út í miðaverð.Hvar kemur þessi breyting þá út í rekstrinum? „Eins og kemur fram hjá okkur þá er félagið rekið með tapi og það eru fleiri félög búin að sýna breytingu. Bæði samkeppnisaðilar og fleiri flugfélög hafa verið að sýna þessi áhrif. Það breytir því ekki að við erum með tap sem orsakast að hluta til af þessu en einnig ýmsum öðrum þáttum sem við getum haft áhrif á,“ segir Björgólfur. Björgólfur nefnir hér líka styrkingu gengi krónunnar. Stærsti kostnaðarliður Icelandair eru laun sem eru greidd í krónum en tekjur félagsins eru aðallega í erlendum gjaldmiðlum og uppgjörsmyntin er Bandaríkjadollar. Sala til nýrra áfangastaða í Bandaríkjunum hefur valdið vonbrigðum Icelandair hóf í byrjun árs áætlunarflug til sex nýrra áfangastaða. Þetta eru Cleveland, Dallas, Kansas City, Baltimore og San Francisco í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi. Sala á farseðlum til og frá þessum borgum í Bandaríkjunum hefur valdið vonbrigðum. „Sala hefur ekki gengið eins og við ætluðum. Kannski byggðum við dálítið mikið af reynslu fyrri ára þegar við tókum inn nýja staði sem gengu yfirleitt alltaf mjög vel. En það tekur tíma að byggja upp áfangastaði og það er fjárfesting þó það komi inn sem rekstrarkostnaður hjá félaginu. Það tekur tíma að byggja þetta upp og við höfum trú á öllum þessum áfangastöðum,“ segir Björgólfur. Icelandair stendur á tímamótum um þessar mundir. Fyrr á þessu ári kynnti félagið breytingar á uppbyggingu fargjalda félagsins. Þá er hótelreksturinn undir Icelandair Hotels í söluferli og hafa margir fjárfestar sýnt honum áhuga að sögn Björgólfs. Nýjar Boeing MAX vélar komu í flota Icelandair fyrr á þessu ári og í skoðun er uppbygging nýs tengibanka (hub) frá Keflavíkurflugvelli. Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Icelandair með ráðningu nýrra framkvæmdastjóra yfir sölu- og markaðsmálum annars vegar og upplifun farþega hins vegar.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Efast um að spá Icelandair gangi eftir Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir Icelandair Group þurfa að vinna varnarsigur á þriðja fjórðungi til að afkomuspá félagsins gangi eftir. Afkoma annars fjórðungs var talsvert lakari en greinendur höfðu spáð. 2. ágúst 2018 07:00 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Efast um að spá Icelandair gangi eftir Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir Icelandair Group þurfa að vinna varnarsigur á þriðja fjórðungi til að afkomuspá félagsins gangi eftir. Afkoma annars fjórðungs var talsvert lakari en greinendur höfðu spáð. 2. ágúst 2018 07:00