Formúla 1

Niki Lauda á spítala: Fór í lungnaígræðslu

Bragi Þórðarson skrifar
Lauda er á spítala.
Lauda er á spítala. vísir/getty

Niki Lauda, formaður Mercedes liðsins og þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 liggur á spítala í Vínarborg eftir lungnaígræðslu.

„Aðgerðin gekk vel og er Lauda á batavegi,” segir í yfirlýsingu.

Austurríkismaðurinn varð heimsmeistari ökumanna árin 1975, 1977 og 1984 og er eini ökumaðurinn í sögunni til að vinna titla bæði með Ferrari og McLaren.

Í slagnum um titilinn við James Hunt árið 1976 slasaðist Lauda illa eftir árekstur á Nurburgring brautinni.

Niki sat fastur í brennandi Ferrari bíl sínum í um það bil mínútu og sködduðust lungu hans talsvert við að anda að sér brennandi yfirbyggingu bílsins.

Það er talin sennileg ástæða fyrir þeim lungnasjúkdómum sem hrjáð hafa kappann síðastliðin ár.

Búist er við fullum bata hjá hinum 69 ára gamla Lauda og verður hann því örugglega mættur á þjónustusvæði Mercedes í næstu keppni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.