Arion banki stefnir á að selja Valitor samstæðuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2018 17:00 Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Valitor samstæðan (Valitor Holding) hefur faxið hratt að undanförnu ekki síst með samrunum og yfirtökum. Valitor keypti á síðasta ári tvö félög, IPS - International Payment Services Ltd. og Chip and Pin Solutions Ltd. Tilgangur kaupanna var að styrkja markaðsstöðu Valitor í Bretlandi. Valitor samstæðan er að fullu í eigu Arion banka. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi nú til skoðunar að selja að fullu eignarhlut sinn í félaginu. „Við höfum auðvitað hugsað um hvort að bankinn sé besti eigandinn á þetta umsvifamiklu félagi í erlendri greiðslumiðlunarstarfsemi. Núna höfum við fengið ráðgjafa til að hjálpa okkur að komast að strategískri niðurstöðu. Ein ekki ólíkleg niðurstaða er að bankinn selji sig niður í fyrirtækinu að miklu eða öllu leyti,“ segir Höskuldur. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Vöxtur Valitor samstæðunnar hefur verið mjög hraður að unanförnu. Ekki síst með samrunum og yfirtökum. Milli 2. ársfjórðungs 2017 og 2. ársfjórðungs 2018 fjölgaði stöðugildum hjá Valitor um 27 prósent en inni í þeirri tölu eru starfsmenn fyrirtækja sem Valitor tók yfir á tímabilinu. Vísir/StefánHöskuldur segir að starfsemi Valitor sé orðin það umfangsmikil að það sé ekki víst að það henti Arion banka, sem einbeitir sér að bankamarkaði á Íslandi, að eiga alþjóðlegt greiðslumiðlunarfyrirtæki. „Það vinna tæplega 400 manns hjá Valitor en um 800 manns hjá bankanum. Valitor er mest með starfsemi í Bretlandi og í Skandinavíu en ekki hér á Íslandi og þetta er ekki áhættulaus rekstur,“ segir Höskuldur. Hann segir að niðurstaðan varðandi söluna gæti legið fyrir strax í haust. Verðmæti Valitor Holding er ekki sundurliðað í ársreikningi Arion banka en bókfært eigið fé Valitor samstæðunnar var 16,2 milljarðar króna í lok árs 2017 samkvæmt ársreikningi félagsins. Verðmæti félagsins er þó háð niðurstöðu í máli sem félögin DataCell og Sunshine Press Production, rekstrarfélag Wikileaks, höfðuðu á hendur Valitor. Fyrir liggur niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða króna tjón félaganna og hinn 17. júlí síðastliðinn staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hafnað var kröfu Valitors um að dómkveðja nýja matsmenn til að meta tjónið. Mál vegna skaðabótakröfu félaganna tveggja á hendur Valitor verður rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í haust. Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Valitor samstæðan (Valitor Holding) hefur faxið hratt að undanförnu ekki síst með samrunum og yfirtökum. Valitor keypti á síðasta ári tvö félög, IPS - International Payment Services Ltd. og Chip and Pin Solutions Ltd. Tilgangur kaupanna var að styrkja markaðsstöðu Valitor í Bretlandi. Valitor samstæðan er að fullu í eigu Arion banka. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi nú til skoðunar að selja að fullu eignarhlut sinn í félaginu. „Við höfum auðvitað hugsað um hvort að bankinn sé besti eigandinn á þetta umsvifamiklu félagi í erlendri greiðslumiðlunarstarfsemi. Núna höfum við fengið ráðgjafa til að hjálpa okkur að komast að strategískri niðurstöðu. Ein ekki ólíkleg niðurstaða er að bankinn selji sig niður í fyrirtækinu að miklu eða öllu leyti,“ segir Höskuldur. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Vöxtur Valitor samstæðunnar hefur verið mjög hraður að unanförnu. Ekki síst með samrunum og yfirtökum. Milli 2. ársfjórðungs 2017 og 2. ársfjórðungs 2018 fjölgaði stöðugildum hjá Valitor um 27 prósent en inni í þeirri tölu eru starfsmenn fyrirtækja sem Valitor tók yfir á tímabilinu. Vísir/StefánHöskuldur segir að starfsemi Valitor sé orðin það umfangsmikil að það sé ekki víst að það henti Arion banka, sem einbeitir sér að bankamarkaði á Íslandi, að eiga alþjóðlegt greiðslumiðlunarfyrirtæki. „Það vinna tæplega 400 manns hjá Valitor en um 800 manns hjá bankanum. Valitor er mest með starfsemi í Bretlandi og í Skandinavíu en ekki hér á Íslandi og þetta er ekki áhættulaus rekstur,“ segir Höskuldur. Hann segir að niðurstaðan varðandi söluna gæti legið fyrir strax í haust. Verðmæti Valitor Holding er ekki sundurliðað í ársreikningi Arion banka en bókfært eigið fé Valitor samstæðunnar var 16,2 milljarðar króna í lok árs 2017 samkvæmt ársreikningi félagsins. Verðmæti félagsins er þó háð niðurstöðu í máli sem félögin DataCell og Sunshine Press Production, rekstrarfélag Wikileaks, höfðuðu á hendur Valitor. Fyrir liggur niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða króna tjón félaganna og hinn 17. júlí síðastliðinn staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hafnað var kröfu Valitors um að dómkveðja nýja matsmenn til að meta tjónið. Mál vegna skaðabótakröfu félaganna tveggja á hendur Valitor verður rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira