Arion banki stefnir á að selja Valitor samstæðuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2018 17:00 Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Valitor samstæðan (Valitor Holding) hefur faxið hratt að undanförnu ekki síst með samrunum og yfirtökum. Valitor keypti á síðasta ári tvö félög, IPS - International Payment Services Ltd. og Chip and Pin Solutions Ltd. Tilgangur kaupanna var að styrkja markaðsstöðu Valitor í Bretlandi. Valitor samstæðan er að fullu í eigu Arion banka. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi nú til skoðunar að selja að fullu eignarhlut sinn í félaginu. „Við höfum auðvitað hugsað um hvort að bankinn sé besti eigandinn á þetta umsvifamiklu félagi í erlendri greiðslumiðlunarstarfsemi. Núna höfum við fengið ráðgjafa til að hjálpa okkur að komast að strategískri niðurstöðu. Ein ekki ólíkleg niðurstaða er að bankinn selji sig niður í fyrirtækinu að miklu eða öllu leyti,“ segir Höskuldur. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Vöxtur Valitor samstæðunnar hefur verið mjög hraður að unanförnu. Ekki síst með samrunum og yfirtökum. Milli 2. ársfjórðungs 2017 og 2. ársfjórðungs 2018 fjölgaði stöðugildum hjá Valitor um 27 prósent en inni í þeirri tölu eru starfsmenn fyrirtækja sem Valitor tók yfir á tímabilinu. Vísir/StefánHöskuldur segir að starfsemi Valitor sé orðin það umfangsmikil að það sé ekki víst að það henti Arion banka, sem einbeitir sér að bankamarkaði á Íslandi, að eiga alþjóðlegt greiðslumiðlunarfyrirtæki. „Það vinna tæplega 400 manns hjá Valitor en um 800 manns hjá bankanum. Valitor er mest með starfsemi í Bretlandi og í Skandinavíu en ekki hér á Íslandi og þetta er ekki áhættulaus rekstur,“ segir Höskuldur. Hann segir að niðurstaðan varðandi söluna gæti legið fyrir strax í haust. Verðmæti Valitor Holding er ekki sundurliðað í ársreikningi Arion banka en bókfært eigið fé Valitor samstæðunnar var 16,2 milljarðar króna í lok árs 2017 samkvæmt ársreikningi félagsins. Verðmæti félagsins er þó háð niðurstöðu í máli sem félögin DataCell og Sunshine Press Production, rekstrarfélag Wikileaks, höfðuðu á hendur Valitor. Fyrir liggur niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða króna tjón félaganna og hinn 17. júlí síðastliðinn staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hafnað var kröfu Valitors um að dómkveðja nýja matsmenn til að meta tjónið. Mál vegna skaðabótakröfu félaganna tveggja á hendur Valitor verður rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í haust. Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Valitor samstæðan (Valitor Holding) hefur faxið hratt að undanförnu ekki síst með samrunum og yfirtökum. Valitor keypti á síðasta ári tvö félög, IPS - International Payment Services Ltd. og Chip and Pin Solutions Ltd. Tilgangur kaupanna var að styrkja markaðsstöðu Valitor í Bretlandi. Valitor samstæðan er að fullu í eigu Arion banka. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi nú til skoðunar að selja að fullu eignarhlut sinn í félaginu. „Við höfum auðvitað hugsað um hvort að bankinn sé besti eigandinn á þetta umsvifamiklu félagi í erlendri greiðslumiðlunarstarfsemi. Núna höfum við fengið ráðgjafa til að hjálpa okkur að komast að strategískri niðurstöðu. Ein ekki ólíkleg niðurstaða er að bankinn selji sig niður í fyrirtækinu að miklu eða öllu leyti,“ segir Höskuldur. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Vöxtur Valitor samstæðunnar hefur verið mjög hraður að unanförnu. Ekki síst með samrunum og yfirtökum. Milli 2. ársfjórðungs 2017 og 2. ársfjórðungs 2018 fjölgaði stöðugildum hjá Valitor um 27 prósent en inni í þeirri tölu eru starfsmenn fyrirtækja sem Valitor tók yfir á tímabilinu. Vísir/StefánHöskuldur segir að starfsemi Valitor sé orðin það umfangsmikil að það sé ekki víst að það henti Arion banka, sem einbeitir sér að bankamarkaði á Íslandi, að eiga alþjóðlegt greiðslumiðlunarfyrirtæki. „Það vinna tæplega 400 manns hjá Valitor en um 800 manns hjá bankanum. Valitor er mest með starfsemi í Bretlandi og í Skandinavíu en ekki hér á Íslandi og þetta er ekki áhættulaus rekstur,“ segir Höskuldur. Hann segir að niðurstaðan varðandi söluna gæti legið fyrir strax í haust. Verðmæti Valitor Holding er ekki sundurliðað í ársreikningi Arion banka en bókfært eigið fé Valitor samstæðunnar var 16,2 milljarðar króna í lok árs 2017 samkvæmt ársreikningi félagsins. Verðmæti félagsins er þó háð niðurstöðu í máli sem félögin DataCell og Sunshine Press Production, rekstrarfélag Wikileaks, höfðuðu á hendur Valitor. Fyrir liggur niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða króna tjón félaganna og hinn 17. júlí síðastliðinn staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hafnað var kröfu Valitors um að dómkveðja nýja matsmenn til að meta tjónið. Mál vegna skaðabótakröfu félaganna tveggja á hendur Valitor verður rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira